top of page

Nemendur GSnb í strandhreinsun


Laugardaginn 4. maí var alþjóðlegi strandhreinsunardagurinn. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á viðfangsefninu „plast í hafinu“ og mögulegum aðgerðum til úrbóta. Við þurfum að endurskoða neyslu okkar, flokka og skila rusli. Snæfellsnes er í fararbroddi því að þar hefur verið unnið skipulega að umhverfismálum.

Nemendur skólans taka þátt vikuna á undan og eftir 4. maí. Nemendur í 7. – 9. bekk, fóru í Bug þriðjudaginn 30. apríl. Nemendur í 4.-6. bekk hreinsuðu nærumhverfi skólans í Ólafsvík. Skólinn er í samstarfi við Soroptimistaklúbb Snæfellsness, Þjóðgarðinn og Hótel Búðir við hreinsun Búðafjöru. Hafa nemendur áttunda bekkjar verið fulltrúar skólans í þessu samstarfi í ellefu ár og staðið sig með einstakri prýði. Hreinsunin í ár fór fram 7. maí, í blíðskaparveðri.

Í tilefni af þessu verkefni fengum við lánaður ruslatínur, plastpoka og hringi til að halda pokunum opnum, hjá Gámaþjónustunni og þökkum þeim fyrir framtakið.

Nemendur á Hellissandi eru með Krossavíkurfjöru í fóstri. Þeir fara þangað á hverju vori og tína rusl. Núna í vor fóru nemendur úr leikskólanum, verðandi nemendur skólans, með fyrstu bekkingum og tíndu rusl.

Tvisvar á ári fara nemendur Lýsudeildar, ásamt fulltrúa frá Umhverfisstofnun, í fjöruna við Ósakot að tína rusl en þar hefur Umhverfisstofnun afmarkað rannsóknarsvæði sem er vaktað reglulega og allt rusl flokkað, talið og skráð í samræmi við aðferðafræði OSPAR sem er samningur um vöktun norðaustur Atlantshafs

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page