

Sólarpönnukökur
Nú er sólin farin að skína í Ólafsvíkinni, það var orðið ansi langþráð að fá sólargeislana yfir fjallatoppana. Margir halda í þann sið að baka sólarpönnukökur í tilefni þessara tímamóta. Nemendur 5.-10.bekkjar fengu að njóta þessarar hefðar s.l. föstudag, þá tóku nokkrir starfsmenn sig saman og bökuðu pönnukökur fyrir nemendur og starfsfólk. Uppátækið mæltist vel fyrir og stefnt að því að endurtaka leikinn á sama tíma að ári, þ.e. þegar sólargeislarnir láta sjá sig í Ólafsví

Samtalsdagur 15. febrúar
Samtalsdagurinn verður þriðjudaginn 15. febrúar. Við hvetjum til þess að samtölin séu tekin á Google Meet en ef umsjónarkennarar og foreldrar telja árangursríkara að hittast á staðfundi þá verði það þannig en við gætum allra sóttvarna. Við höfum farið þessa leið áður með góðum árangri en gott er að styðjast við leiðbeiningar Árskóla til foreldra. Þær er hægt að nálgast á þessum tengli https://docs.google.com/document/d/1XqKM0mccCeckgTPw5ifeE7GjIblBMiMO1_ndBZYZ2-Q/edit


Árleg skíðaferð 10. bekkjar varð að veruleika þetta árið
Búið var að skipuleggja hina árlegu tveggja daga skíðaferð 10. bekkjar í Bláfjöll og átti að fara mánudaginn 31. janúar síðastliðinn. Beðið var með eftirvæntingu en veðurguðirnir brugðust okkur og voru nemendur mjög leiðir. Við vorum ekki af baki dottin og farið var á fullt í að hafa samband við Breiðablik, forsvarsmenn Bláfjalla og Hafþór bílstjóra til að athuga hvort við gætum seinkað ferðinni um einn dag því spáin var góð fyrir þriðjudag og miðvikudag. Allt gekk upp og fór


Upphaf skólastarfs seinkað til kl. 10:00
Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði í nótt og snemma í fyrramálið verður upphafi skólastarfs grunnskólans seinkað til kl. 10:00. Frekari frétta er að vænta kl. 9:00 í fyrramálið.


Sjálfsmatsskýrsla 2020-2021
Sjálfmatsskýrsla skólans fyrir síðasta skólaár er komin á heimasíðu skólans, sjá https://www.gsnb.is/sjalfsmat Tilgangurinn með sjálfsmati skóla er fyrst og fremst vera umbótamiðað, þ.e. greina stöðuna, finna hvað vel er gert og hvað má betur fara, vinna áætlun um úrbætur og hrinda henni í framkvæmd. Niðurstöður matsins um gæði skólastarfsins eru jákvæðar fyrir skólann. Af sex þáttum sem metnir voru um gæði skólastarfs komu tveir þættir mjög vel út, þar sem meðaltalið var yfi