top of page

Markmið og skipulag stoðþjónustu

 

Grunnskóli Snæfellsbæjar reynir eftir bestu getu að mæta ólíkum þörfum nemenda.  Stefna skólans er að einstaklingsmiða námið og að kennt sé samkvæmt einstaklingsnámskrá sem unnin er af þroskaþjálfa, sérkennara, umsjónarkennara og/eða fagkennara. Greiningargögn eru lögð til grundvallar einstaklingsnámskrá. Umsjónarkennari ber ábyrgð á námi nemandans og því ber hann ábyrgð á að einstaklingsnámskrá sé til fyrir þá nemendur sem fylgja ekki námskrá bekkjarins. Skipulag sér- og stuðningskennslu ákvarðast af eðli námserfiðleika.

Hafi foreldrar/forráðamenn áhyggjur af námsframvindu barns síns þá snúa þeir sér til umsjónarkennara sem útbýr beiðni. Einnig getur foreldri haft samband beint við deildarstjóra stoðþjónustu/verkefnastjóra sérkennslu. Umsjónarkennari leggur fram beiðni um greiningu, sérkennslu eða stuðning.  Deildarstjóri stoðþjónustu/verkefnastjóri sérkennslu tekur við beiðnunum, forgangsraðar og úthlutar tímum á grundvelli þess tímamagns sem er til ráðstöfunar.

Lögð er áhersla á samvinnu umsjónarkennara, sérkennara og foreldra/forráðamanna þeirra barna sem njóta sérúrræða, enda er góð samvinna heimilis og skóla forsendan fyrir góðum námsárangri.

bottom of page