
Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi skólans er Berglind Elva Elísabetar Tryggvadóttir - berglind(hja)fssf.is
Hér er bægt að sækja um beiðni um viðtal/ráðgjöf við námsráðgjafa í GSnb.
Starfslýsing og hlutverk náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum Snæfellsness
- Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnaskyldu um einkamál þeirra að undanskildum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002. Hann leitast við að aðstoða þá við lausn ýmissa mála sem upp koma. Hann stendur vörð um velferð nemenda á breiðum vettvangi og veitir þeim ráðgjöf. Hann vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á og aðra sérfræðinga innan og utan skólans. Námsráðgjafi er ekki meðferðaraðili en aðstoðar við lausn á vandamálum og vísar málum einstaklinga til viðeigandi sérfræðings s.s. sálfræðings, hjúkrunarfræðings og sérkennara, eftir því sem við á.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru:
-
Nám, námstækni og prófkvíði
-
Framhaldsnám og starfsval
-
Aðstoð við raunhæfar áætlanir m.t.t. áhugasviðs
-
Persónuleg mál
-
Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.
Dæmi um erindi nemenda til náms- og starfsráðgjafa er tengjast náminu:
-
Skipulag heimanáms
-
Einbeitingarskortur í náminu
-
Skipulagsleysi
-
Kvíði tengdur skólagöngu og prófum
-
Mætingar
-
Námsleiðir
-
Starfsval
-
Nemendur geta leitað beint til námsráðgjafa með þau mál sem þeim liggja á hjarta. Jafnframt geta foreldrar, kennarar og stjórnendur skólans vísað málum til námsráðgjafa.
-
Í lögum um grunnskóla frá 2008 er fjallað um réttindi barna í 13 gr. En þar er m.a. tilgreint frá því að nemendur eiga rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar í grunnskóla af aðilum sem uppfylla skilyrði laga um náms- og starfsráðgjafa.
Náms- og starfsráðgjafi situr í lausnasteymi og nemendaverndarráði skólans.







