![IMG_2758.jpg](https://static.wixstatic.com/media/78b0ab_d5df42fc19794253977c2551d9b519db~mv2_d_3024_4032_s_4_2.jpg/v1/fill/w_977,h_233,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/IMG_2758.jpg)
Samstarf heimila og skóla, upplýsingamiðlun
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar er lögð mikil áhersla á góð samskipti við heimilin og forráðamenn hvattir til þess að taka virkan þátt í skólastarfinu. Mikilvægt er að gott upplýsingastreymi sé milli heimils og skóla.
Ef upp koma ágreiningsmál milli heimils og skóla:
-
Forráðamaður hefur samband við starfsmann vegna ágreiningsmáls.
-
Starfsmaður hefur samband við skólastjórnanda og tjáir honum ágreininginn.
-
Skólastjórnandinn tekur við málinu.
-
Ræðir við aðila máls og aflar sjálfur upplýsinga um það.
-
Ákveður hvort ástæða er til að kalla aðila máls saman á fund til að ljúka því.
-
Ákveður hvort ástæða er að aðhafast frekar í málinu.
-
Ef ekki næst lausn í málinu ber skólastjóra að tilkynna fræðsluráði um gang þess.
-
Á sama hátt er bent á að í 47. grein laga um grunnskóla er kæruréttur forráðamanna beint til fræðsluráðs útskýrður.