
Fundagerðir skólaráðs
Skólaráð 2023 - 2024
Hilmar Már Arason, skólastjóri
Skólaráð
-
Umgjörð fyrir starf Skólaráðs GSnb. markast af reglugerð um skólaráð, nr. 1157/2008.
-
Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun skólaráðs og starfi þess. Hann er jafnframt formaður og stjórnar fundum, ritari í hans fjarveru.
-
Skólaráð Grunnskóla Snæfellsbæjar skal skipað á eftirfarandi hátt:
-
Skólastjóri sem jafnframt er formaður.
-
Aðstoðarskólastjóri sem jafnframt er ritari.
-
Tveir fulltrúar kennara og aðrir tveir til vara.
-
Einn fulltrúi starfsfólks annarra en kennara og annar til vara.
-
Tveir fulltrúar forráðamanna norðan Fróðárheiðar og tveir til vara.
-
Einn fulltrúi forráðamanna sunnan Fróðárheiðar og annar til vara.
-
Tveir fulltrúar nemenda hafa rétt til setu í skólaráði og tveir til vara.
-
-
Fulltrúar í skólaráði, c – g, eru skulu kosnir á tveggja ára fresti, þar sem um tvo fulltrúa er að ræða skal kosið um einn í senn og þannig tryggja ákveðna samfellu í ráðinu.
-
Fulltrúi í skólanefnd bæjarins er ekki kjörgengur í skólaráð, nema að sérstaklega sé eftir því óskað. Skal skólaráð taka afstöðu til slíkrar beiðni.
-
Fundir skólaráðs eru haldnir síðasta þriðjudag hvers mánaðar og skal boðað til þeirra með minnst viku fyrirvara. Í boðun skal dagskrá fundar kynnt og þeim gögnum dreift sem óskað er eftir að fulltrúar hafi kynnt sér fyrir viðkomandi fund.
-
Fulltrúar eru ábyrgir fyrir því að kalla til varamann við forföll sín.
-
Fundargerðir skólaráðs skulu birtar á heimasíðu skólans, www.gsnb.is , eins fjótt og auðið er. Jafnframt skulu allir skólaráðsfulltrúar fá fundargerðina senda sér persónulega í tölvupósti, auk formanns skólanefndar Snæfellsbæjar. Ritari er ábyrgur fyrir að halda fundargerð og birta hana fulltrúum og á vef skólans.
-
Verkefni skólaráðs eru í samræmi við 2. gr. reglugerðar um skólaráð:
Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.
Skólaráð:
-
fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið,
-
fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,
-
tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið,
-
fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,
-
fjallar um skólareglur og umgengnishætti í skólanum,
-
fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað,
-
tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
-
Stefnt skal að því að á fyrsta fundi skólaráðs á skólaári liggi fyrir ætluð dagskrá fastra verkefna ráðsins.
-
Fulltrúar nemenda skulu ávallt fá fundarboð á fundi skólaráðs. Þegar sérstaklega er óskað eftir nærveru þeirra skal formaður tilgreina það sérstaklega í fundarboði. Á þá fundi sem nemenda er ekki sérstaklega óskað hafa þeir frjálsa mætingarskyldu. Á það ekki við um aðra fulltrúa ráðsins í neinum tilvikum.
-
Skólaráð er formlegur vettvangur umræðu um skólamál. Fulltrúar ráðsins eru málsvarar fyrir sinn hóp. Þeir skulu kynna sitt hlutverk innan viðkomandi hóps og tilgreina á hvaða hátt aðrir meðlimir geta snúið sér til þeirra með þau erindi sem óskað er eftir að tekin verði fyrir á fundum ráðsins.
-
Ef rof verður á tengslum fulltrúa í skólaráði við skólann ber hann ábyrgð á því að koma upplýsingum um það til forsvarsmanna þess hóps sem valdi hann í ráðið og þar með hefja leit að sínum eftirmanni.