top of page

Skólasálfræðingur

 

Skólasálfræðingur er 
 

Sálfræðingur vinnur að forvarnastarfi í samvinnu við skóla meðal annars með sálfræðilegum athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra.  
 

Verksvið sálfræðings
 

Athugun og greining á nemendum sem geta ekki nýtt hæfileika sína í námi og starfi og eiga í sálrænum, félagslegum eða námslegum erfiðleikum.


Ráðgjöf og leiðbeiningar til foreldra og starfsmanna skóla um uppeldi og kennslu nemenda.


Sálfræðileg aðstoð við nemendur sem eiga í sálrænum erfiðleikum með það að leiðarljósi að barn nái tökum á eigin vanda og ef hann reynist mikill að vísa barni rétta leið.


Ráðgjöf við foreldra og kennara vegna hegðunar- og tilfinningavanda nemenda.


Heldur utan um skilafundi greininga í samvinnu við foreldra og kennara.


Skólasálfræðingur sendir niðurstöður greininga áfram á viðeigandi aðila til að barn fái fullnaðargreiningu þegar þess gerist þörf. 


Foreldrar þurfa að fylla út og kvitta á umsóknareyðublað áður en þjónusta fer í gang.  Eyðublað má nálgast hjá deildarstjóra skólans.  Deildarstjórar halda utan um umsóknir og þjónustu sálfræðings; taka við eyðublöðum, senda beiðnir áfram til sálfræðings og halda utan um ferli mála.

bottom of page