Starfsemi skólans frá stofnun hans og helstu atriði í þróun skólans frá upphafi

Grunnskóli Snæfellsbæjar var stofnaður árið 2004.

Það ár voru Grunnskólinn á Hellissandi og Grunnskólinn í Ólafsvík lagðir niður og stofnaður skóli fyrir þéttbýliskjarna Snæfellsbæjar norðan Fróðárheiðar (Hellissand, Ólafsvík og Rif). Árið eftir bættist Lýsuhólsskóli við sem starfsstöð skólans þegar sá skóli var lagður niður sem sjálfstæð stofnun, síðan þá hafa allir grunnskólar Snæfellsbæjar starfað undir sama merki.

Í Grunnskóla Snæfellsbæjar skólaárið 2019 - 2020 eru 237 nemendur á þremur starfsstöðvum, 94  á Hellissandi í 1.-4.bekk. 117 í Ólafsvík í 5. -10. bekk, og  19 á Lýsu í 1.-10. bekk.

Grunnskóli Snæfellsbæjar er umhverfisvænn skóli og eru allar starfsstöðvar skólans skreyttar umhverfisvottuninni Grænfánanum sem er tákn um árangursríka fræðslu í umhverfismálum og markvissa umhverfisstefnu.

Átthagafræði er ein af meginstoðum skólans þar sem nemendur frá 1. bekk læra að þekkja nærumhverfi sitt og sögu þess. Var það verkefni fyrst unnið sem þróunarverkefni árið 2007 en í kjölfar þess verkefnis var unnin mikil vinna á öllum starfsstöðvum við að festa átthaganám í sessi í skólanum og hefur sérstök námskrá um það nám verið í gildi frá skólaárinu 2008 – 2009.

Grunnskóli Snæfellsbæjar er Olweusarskóli. Unnið hefur verið samkvæmt eineltisáætlun Olweusar frá stofnári skólans og eru gerðar eineltiskannanir á hverju ári og út frá þeim unnin endurskoðun áætlunar undir stjórn eineltisteymis.

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00

  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon