Sýn Grunnskóla Snæfellsbæjar

Á síðasta skólaári stóðum við fyrir skólaþingi sem var vel sótt, fólk á öllum aldri úr öllu sveitarfélaginu mætti og lagði sitt af mörkum. Góðar umræður sköpuðust og hópar skiluðu góðri vinnu sem unnið var svo með í framhaldinu. Einkunnarorð skólans voru endurnýjuð og þau nýju eru Sjálfstæði – Metnaður – Samkennd, sem eiga skammstöfunina SMS. Einstaklingi sem hefur tileinkað sér þessi gildi kemur til með að vegna vel í lífinu sama hvaða verkefni hann tekur sér fyrir hendur, á því er ekki nokkur vafi! 


Að sýna sjálfstæði er að gera sér grein fyrir hver maður er, fyrir hvað maður stendur, þora að vera maður sjálfur og hafa ástríðu. Þessir þættir marka stefnu okkar í lífinu, eru eins konar áttaviti fyrir okkur, vísar veginn í þá átt sem við viljum halda. Áhugasvið okkar og draumar skipta þar mestu. Sjálfstæður einstaklingur þarf að leggja á sig mikla vinnu til að komast þangað sem hann stefnir. Í því sambandi er mikilvægt að hafa sterka trú á því að maður geti haft áhrif á þína eigin þróun. 


Metnaðarfullur einstaklingur er einstaklingur sem gerir alltaf sitt besta, sama hvert viðfangsefnið er. Þegar hann er spurður hvort hann sé góður að spila á gítar, þá svarar hann: „Ekki enn þá en ég ætla mér það.“ Eða hann er spurður hvað hann viti um nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness? „Ekki mikið enn þá en ég ætla að fræðast meira um hann.“ 


Samkennd er getan til að geta sett sig í spor annarra, það er að skilja og finna til með öðrum. Við getum fundið til  samkenndar með öðrum bæði í gleði þeirra og sorg. Þetta er mikilvægur þáttur í öllum samfélögum og samskiptum manna. Samkennd eða getan til að setja sig í spor annarra, haft góð samskipti við samferðafólk og áhrifin sem við höfum á aðra er dýrmætur gjaldmiðill. 


Einkunnarorð skólans eru: 


Sjálfstæði – Metnaður – Samkennd

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00

  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon