top of page
IMG_0451.JPG

Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrá

 

Grunnskóli Snæfellsbæjar viðheldur nemendaskrá til að halda utan um upplýsingar um nemendur sína, námsframvindu og annað sem nauðsynlegt er vegna náms þeirra við skólann. Með þessari skjalfestu upplýsingaöryggisstefnu vill Grunnskóli Snæfellsbæjar leggja áherslu á mikilvægi persónunuverndar. Grunnskóli Snæfellsbæjar hagnýtir m.a. upplýsingatækni til að varðveita gögn nemendaskrár og miðla þeim á öruggan og hagkvæman hátt. Það auðveldar skólanum, nemendum og forsjármönnum nemenda að hafa yfirsýn yfir skráningar, utanumhald, námsframvindu nemenda og árangur i skólastarfi.

Megininntak stefnunar er:

Trúnaður. Grunnskóli Snæfellsbæjar tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum nemendaskrár og búnaði tengdum henni.

Réttleiki gagna. Grunnskóli Snæfellsbæjar tryggir að upplýsingar sem skráðar eru í nemendaskrá séu réttar og nákvæmar á hverjum tíma. Rangar, villandi, ófullkomnar eða úreltar upplýsingar séu leiðréttar, þeim eytt eða við þær aukið þegar slíkt uppgötvast og haldið uppi reglubundnu eftirliti í þeim tilgangi.

Tiltækileiki gagna. Grunnskóli Snæfellsbæjar tryggir að upplýsingar skráðar á nemendaskrá séu aðgengilegar þeim sem hafa heimild og þurfa að nota þær þegar þeirra er þörf. Skólinn tryggir einnig að kerfi og gögn nemendaskrár sem kunna að eyðileggjast sé hægt að endurreisa með hjálp viðbragsáætlunar og afrita sem geymd eru á öruggum stað.

 

Sjá nánar:

Persónuverndaryfirlýsing GSnb

Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrár

Samningur milli ábyrgðaraðila og vinnsluaðila persónuupplýsingar

Viðauki I Samningur milli ábyrgðaraðila og vinnsluaðila persónuupplýsingar

bottom of page