top of page

Sólarpönnukökur

Nú er sólin farin að skína í Ólafsvíkinni, það var orðið ansi langþráð að fá sólargeislana yfir fjallatoppana. Margir halda í þann sið að baka sólarpönnukökur í tilefni þessara tímamóta. Nemendur 5.-10.bekkjar fengu að njóta þessarar hefðar s.l. föstudag, þá tóku nokkrir starfsmenn sig saman og bökuðu pönnukökur fyrir nemendur og starfsfólk. Uppátækið mæltist vel fyrir og stefnt að því að endurtaka leikinn á sama tíma að ári, þ.e. þegar sólargeislarnir láta sjá sig í Ólafsvík.




​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page