

Piparkökudagur
Ekki þarf að skrá sig, heldur mætir hver og einn á þeim tíma og á þann stað sem hann óskar. Fjölskyldan mætir í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið. Hver skammtur af kökudeigi kostar 500 kr. Boðið verður upp á glassúr til að skreyta með og gott er að koma með ofnskúffu til að setja piparkökurnar í á meðan glassúrinn er að þorna. Bekkjaráð sér um baksturinn og aðstoðar eftir þörfum. Boðið verður upp á kaffi og djús. Sjáumst í jólaskapi!


Svakalega lestrarkeppnin
Nemendur í 1.-7. bekk tóku þátt í 30 daga lestrarátaki, Svakalegu lestrarkeppninni. 90 skólar af öllu landinu tóku þátt í keppninni og lentum við í 13. sæti. Hver nemandi las að meðaltali í 967 mínútur. Í upphafi skólaárs tók GSnb í notkun skráningarforritið Læsir (app) sem er notað til að halda utan um lestur nemenda í 1.-7. bekk, bæði heima og í skólanum. Læsir hélt utan um mínútufjölda í lestri og hlustun í lestrarkeppninni. Lestur er eitt af áhersluatriðum þessa skóla


Tröllaheimsókn í þjóðgarðsmiðstöðina
Myndmenntahópur 1. bekkjar fór í heimsókn í þjóðgarðsmiðstöðina þar sem Ragnhildur þjóðgarðsvörður tók á móti hópnum og sagði þeim frá tröllum og fræddi þau um sýninguna sem verður opnuð 22. nóvember. Heimsókn þessi var liður í að 1. bekkur er að vinna að tröllaverkefni ásamt því að kynna sér þjóðgarðsmiðstöðina og það sem hún hefur upp á að bjóða. Opnun sýningarinnar í þjóðgarðsmiðstöðinni verður laugardaginn 22. nóvember klukkan 14:30 og er tilvalin fyrir fjölskyldur að fa














