

Heimsókn í listarýmið 3 veggir
Í síðastliðinni viku fóru 5. bekkur og 9. bekkur í heimsókn í 3 veggi og skoðuðu sýningu listakonunnar Elsu Dórótheu Gísladóttur. Sýningin sem nefnist Snerting var unnin úr mánaðardvöl á vinnustofu í Varanasi á Indlandi. Í vinnustofunni kafaði Elsa ofan í notkun litagjafa og litarefni í daglegu lífi þar, sem er sterkur hluti af menningararfi og sjálfsmynd Indverja. Elsa dvaldi svo í vinnustofu á Hellissandi í sumar þar sem unnið var með gerð litarefnis undir leiðsögn David K


Ljóðasamkeppni Júlíönu
Carmen Bylgja Arnarsdóttir, nemandi í 7. bekk Lýsudeildar, hlaut þriðju verðlaun í ljóðasamkeppni Júlíönu - Hátíðar sögu og bóka og Barnó - BEST MEST VEST- fyrir ljóðin Ég I og Ég II Í verðlaun er árituð bókargjöf. Afhending verður á næstu dögum en formleg veiting viðurkenninga fer fram í mars á næsta ári þegar Júlíönuhátíðin verður haldin. Vinningsljóð úr keppninni verða birt á næstunni í héraðsblaðinu Skessuhorni Við óskum Carmen Bylgju til hamingju með ljóðin sín og v


Mýrarprjónn notaður til að kenna börnum náttúrufræði
Nemendur á yngsta stigi Lýsudeildar í Grunnskóla Snæfellsbæjar voru á dögunum að vinna verkefni við gömlu heitu pottana á Lýsuhóli, Siggu og Stjána. Hafði forvitni þeirra teygt sig upp fyrir svæðið þar sem má finna hallamýri. Þau fengu þá hugmynd að kalla út héraðsfulltrúa Lands og skógar, og fyrrum nemanda Lýsuhólsskóla, til þess að kenna þeim meira um mýrar og mætti hún í stígvélum með mýrarprjón sem er prik til þess að stinga ofan í jörðina til að athuga dýpt á lífrænum ja


Bókaveisla í Klifi
Miðvikudaginn 3. desember kl. 20:00 munu nemendur í 10. bek k Gsnb kynna eftirtalda höfunda: Gunnar Theodór Eggertsson Kristín Svava Tómasdóttir Einar Kárason Vera Illugadóttir Höfundarnir munu lesa upp úr nýjustu bókum sínum og árita þær á staðnum. Þetta er frábært tækifæri til að komast í jólaskapið, hlýða á góðan upplestur og hitta höfunda. Allir velkomnir


Dagur eineltis
8. nóvember er tileinkaður einelti ár hvert. Markmið með deginum er að efla fræðslu, umræðu og jákvæð samskipti í skólasamfélaginu. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni í tilefni dagsins. Í 1. bekk lærðu nemendur um eineltishringinn og hlutverk allra í hringnum og fyrir hvað þeir standa. Að umræðum loknum teiknuðu nemendur hendurnar sínar og skrifuðu á þær jákvæð orð.


Fernuflug
Úrslit í Fernuflugi, ljóða- og textasamkeppni Mjólkursamsölunnar, voru kynnt föstudaginn 14. nóvember en miðast að jafnaði við Dag íslenskrar tungu. Unglingadeildum grunnskóla bauðst að taka þátt í samkeppninni en þema hennar var „Hvað er að vera ég“. Diljá Fannberg Þórsdóttir í 10. bekk vann til verðlauna fyrir sitt frábæra ljóð sem verður eitt fjölmargra nýrra ljóða sem birtast á mjólkurfernum á næsta ári. Bestu hamingjuóskir til Diljár.


Sögusamkeppni
Verðlaunaafhending fyrir Sögusamkeppni 1.- 4. bekkjar í tilefni af Degi íslenskrar tungu fór fram föstudaginn 14. nóvember. Verðlaunahafar voru, Herdís Hulda Smáradóttir í 1. bekk fyrir söguna Týndi dropinn Hildur Líf Emanúelsdóttir í 2. bekk fyrir söguna Rósa fer í fjöruna Elísabet Móey Aronsdóttir í 3. bekk fyrir söguna Villi vampíra fer á ball Harpa Karen Orradóttir í 4. bekk fyrir söguna Hræðileg hrekkjavaka Anna Veronika Smáradóttir í 3. bekk fékk hvatningaverðlaun fyrir


Piparkökudagur
Ekki þarf að skrá sig, heldur mætir hver og einn á þeim tíma og á þann stað sem hann óskar. Fjölskyldan mætir í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið. Hver skammtur af kökudeigi kostar 500 kr. Boðið verður upp á glassúr til að skreyta með og gott er að koma með ofnskúffu til að setja piparkökurnar í á meðan glassúrinn er að þorna. Bekkjaráð sér um baksturinn og aðstoðar eftir þörfum. Boðið verður upp á kaffi og djús. Sjáumst í jólaskapi!


Svakalega lestrarkeppnin
Nemendur í 1.-7. bekk tóku þátt í 30 daga lestrarátaki, Svakalegu lestrarkeppninni. 90 skólar af öllu landinu tóku þátt í keppninni og lentum við í 13. sæti. Hver nemandi las að meðaltali í 967 mínútur. Í upphafi skólaárs tók GSnb í notkun skráningarforritið Læsir (app) sem er notað til að halda utan um lestur nemenda í 1.-7. bekk, bæði heima og í skólanum. Læsir hélt utan um mínútufjölda í lestri og hlustun í lestrarkeppninni. Lestur er eitt af áhersluatriðum þessa skóla


Tröllaheimsókn í þjóðgarðsmiðstöðina
Myndmenntahópur 1. bekkjar fór í heimsókn í þjóðgarðsmiðstöðina þar sem Ragnhildur þjóðgarðsvörður tók á móti hópnum og sagði þeim frá tröllum og fræddi þau um sýninguna sem verður opnuð 22. nóvember. Heimsókn þessi var liður í að 1. bekkur er að vinna að tröllaverkefni ásamt því að kynna sér þjóðgarðsmiðstöðina og það sem hún hefur upp á að bjóða. Opnun sýningarinnar í þjóðgarðsmiðstöðinni verður laugardaginn 22. nóvember klukkan 14:30 og er tilvalin fyrir fjölskyldur að fa














