top of page

Heimsókn í listarýmið 3 veggir

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • 5 days ago
  • 1 min read

Í síðastliðinni viku fóru 5. bekkur og 9. bekkur í heimsókn í 3 veggi og skoðuðu sýningu listakonunnar Elsu Dórótheu Gísladóttur. Sýningin sem nefnist Snerting var unnin úr mánaðardvöl á vinnustofu í Varanasi á Indlandi. Í vinnustofunni kafaði Elsa ofan í notkun litagjafa og litarefni í daglegu lífi þar, sem er sterkur hluti af menningararfi og sjálfsmynd Indverja. Elsa dvaldi svo í vinnustofu á Hellissandi í sumar þar sem unnið var með gerð litarefnis undir leiðsögn David Kremer frá fyrirtækinu Kremer Pigments sem framleiðir litarefni meðal annars úr steinefnum frá Snæfellsnesi.


5. bekkur naut leiðsagnar Bjarna Sigurbjarnasonar og þau skoðuðu síðan nýja skúltúr Jo Kley, Frelsisleiðina. 9. bekkur fékk leiðsögn Ragnheiðar Guðmundsdóttur sem ásamt því að vera annar eigandi að 3 veggjum er textílkennari við skólann. Nemendur skoðuðu vinnustofu hennar og fóru síðan í Þjóðgarðsmiðstöðina og skoðuðu grunnsýninguna þar.


ree

ree

 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page