

Harry Potter þema í fimmta bekk
Fimmti bekkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar ákvað að breyta til eina vikuna og settu upp Harry Potter þemaviku. Það var nánast allt tekið niður og skreytingar settar upp í staðinn. Það var búin til þessi ævintýraveröld með ljósum, kertum, leikmunum úr Harry Potter og það var dregið fyrir skápa og hillur með grænum flauels dúkum. Margir nemendur komu í búningum, með Harry Potter dót að heiman, settu ör á ennið á sér og tóku fullan þátt í þemavikunni. “Venjulegar” bækur og verkefn


Fjör í snjónum
Nemendur voru mjög ánægðir með snjóinn í dag. Þeir fóru í ýmsa leiki, m.a. að renna, búa til snjókarla, byggja snjóhús og ýmis listaverk úr snjónum. Mikil virkni var í nemendur og allir komu sælir og glaðir inn úr frímínútunum.


Frímínútur
Nú er komið tæpt ár síðan símann eru ekki leyfilegir á skólatíma nema með undantekningum og þá með leyfi kennara. Það hefur lifnaði mikið yfir nemendum í frímínútum á þessum tíma, þau eru dugleg að spila, tefla og leika borðtennis. Eins er bókasafnið vinsælt í frímínútum til að tefla og spjalla. Áhugi fyrir skák er vaxandi og hafa nemendur m.a. verið að sækja æfingar hjá ný endurreistu Taflfélag Snæfellsbæjar.


Skóli sem lærir
Það er mikilvægt fyrir stofnanir eins og skóla að vera sífellt að leita leiða til efla menntun nemenda. Ein af vörðum í þeirri vegferð er öflug símenntun starfsfólks þar sem það er að leita sameiginlega leiða til að efla menntun nemenda. Nú í byrjun árs hefur starfsfólki staðið til boða fjölbreytt endurmenntunarnámskeið. Við byrjuðum árið að vera á vinnustofu um samskiptahæfni og sjálfrækt hjá Aldísi Örnu Tryggvadóttur sem er PCC vottaður markþjálfi og Umdæmisstjóri Streitusk


Samtal um þjóðgarðinn
Þriðjudaginn 31.01. boðaði Þjóðgarðurinn til samtals með skólafólki um starfsemi þjóðgarðsmiðstöðvarinnar á Hellissandi sem stefnt er að opni í mars. Okkar fulltrúar á fundinum voru Adela, Hilmar og Svanborg - Rósa komst ekki vegna veðurs. Þetta var upplýsandi og gagnlegur fundur þar sem við fengum kynningu á húsinu og starfsemi þjóðgarðsmiðstöðvarinnar. Rætt var um hvernig við getum unnið saman að málefnum fræðslu- og menningarstarfsemi í Snæfellsbæ. Það eru væntingar okkar

Aðalfundur foreldrafélags GSnb
Verður haldinn 14. febrúar í húsnæði Grunnskólans í Ólafsvík.