

Bókaveisla í Klifi
Bókaveisla 10. bekkinga var haldin í 21. skiptið miðvikudaginn 3. desember í Klifi. Í ár komu til okkar rithöfundarnir, Gunnar Theodór Eggertsson, Einar Kárason og Vera Illugadóttir. Nemendur sömdu kynningar á höfundunum sem lásu síðan stutt brot upp úr nýútkomnum bókum sínum og gáfu þannig hlustendum innsýn í bækur sínar. Bókaveislan er löngu orðin hluti af aðventu hjá íbúum Snæfellsbæjar og viljum við þakka öllum þeim sem komu til að njóta kvöldsins með okkur. Gle


Skuggaleikhús
Í síðustu viku hélt 7. bekkur skemmtilega skuggaleikhússýningu sem heitir Jólin koma. Nemendur höfðu unnið hörðum höndum að því að búa til spennandi sögur. Árgangur 2021 frá Krílakoti kom á sýninguna, fylgdust spennt með og klöppuðu fyrir nemendum í lok sýningar. Þetta var frábær leið til að tengja saman aldurshópa og skapa gleði í skólasamfélaginu.


Kosningar til alþingis í Lýsukjördæmi
Í allt haust hefur unglingastigið í Lýsudeild GSnb lært um stjórnarkerfið á Íslandi og þrískiptingu valds. Þar með talið var að læra um stjórnmálaflokka, framboð og kosningar. Lokaverkefni þessarar námslotu var að nemendur stofni eigin stjórnmálaflokka, velji sér listabókstaf, finni slagorð og myndaði stefnu um ýmis kjarna málefni. Flokkarnir fóru í framboð til alþingis, háðu harða kosningabaráttu í sínu kjördæmi sem endaði svo með kosningum. Framboðin buðu sig fram í Lýsukjö


























