Bókaveisla í Klifi
- hugrune
- 5 days ago
- 1 min read
Bókaveisla 10. bekkinga var haldin í 21. skiptið miðvikudaginn 3. desember í Klifi. Í ár komu til okkar rithöfundarnir, Gunnar Theodór Eggertsson, Einar Kárason og Vera Illugadóttir. Nemendur sömdu kynningar á höfundunum sem lásu síðan stutt brot upp úr nýútkomnum bókum sínum og gáfu þannig hlustendum innsýn í bækur sínar.
Bókaveislan er löngu orðin hluti af aðventu hjá íbúum Snæfellsbæjar og viljum við þakka öllum þeim sem komu til að njóta kvöldsins með okkur.
Gleðileg bókajól


























Comments