

Jólatónleikar Skólakórsins
Skólakór Snæfellsbæjar var með sína árlegu jólatónleika í Ólafsvíkurkirkju í gær. Það var hrein unun að hlusta á kórinn syngja jólalögin undir stjórn Veroniki Osterhammers og undirspil annaðist Valentina Kay í þetta sinn þar sem Nanna Þórðardóttir var veik. Jólatónleikar kórsins er einn af nauðsynlegu viðburðum á aðventu við undirbúning jóla, markar komu jólanna.


Ljósaganga 10. bekkjar
Í morgun fóru nemendur í 10. bekk í ljósagöngu upp á Bekk í Enninu. Við vorum með átta kyndla til að lýsa okkur veginn. Heppnin lék við okkur, það var tunglbjart og logn. Það var mjög fallegt útsýni af Bekknum yfir Ólafsvík, jólaskreytingar í bænum nutu sín og stemming að sjá báta að fara á sjó. Þetta var einskonar tilraunaverkefni í þetta sinn sem tókst mjög vel, sterk upplifun. Draumurinn er að fara með alla nemendur og starfsfólk skólans, um 250 manns, hafa eld í bálpönnun


Bókaveisla
Hin árlega Bókaveisla 10. bekkjar fór fram á Klifi 8. desember síðastliðinn. Þetta er í 18. sinn sem nemendur standa að kynningu á rithöfundum Bókaveislunnar, en viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2002 og þá að frumkvæði Framfarafélags Ólafsvíkur. Frá upphafi hefur sú hefð haldist að bjóða rithöfundum í súpu og spjall með nemendum áður en farið er inn á Klif. Rithöfundarnir Benný Sif Ísleifsdóttir, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Rut Guðnadóttir og Sigrí