

Átthagafræði
Í vetur hefur verið unnið að fjölbreyttum verkefnum samkvæmt námskrá í átthagafræði við skólann okkar. Nemendur hafa farið í vettvangsferðir víða um Snæfellsbæ og fengið gesti til sín sem fræddu þá um tiltekin atriði. Þannig hafa þeir t.a.m. kynnst fyrirtækjum, sögum, söfnum, fólki og náttúru um leið og þeir hafa fengið að upplifa og kynnast bæjarfélaginu sínu betur. Heimasíða átthagafræðinnar https://www.atthagar.is/ hefur nú verið uppfærð. Í gær birtum við inn á síðunni nýj

Óskilamunir
Töluvert hefur safnast upp af óskilamunum á starfstöðvum skólans, íþróttahúsi og sundlaug. Starfsfólk leitast við að koma þeim fatnaði sem er merktur til skila. Foreldrum er velkomið að líta við í anddyrunum og athuga hvort þeir kannist við einhverja muni barna sinna. Eftir 14. júní verða allir óskilamunir afhentir Rauða krossinum sem mun flokka og koma áfram í notkun.