

Lokahátíð
Lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkja á Snæfellsnesi var haldin fimmtudaginn 28. apríl í Stykkishólmskirkju. Fulltrúar okkar í keppninni voru Birgitta Ósk Snorradóttir, Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir og Sara Ýr Birgisdóttir. Alls eru haldnar 30 keppnir á landinu og allir sem komast í lokakeppnina eru hluti af lestrarlandsliðinu.
Okkar fulltrúar stóðu sig vel, Sara Ýr Birgisdóttir lenti í 2. sæti og Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir í 3. sæti. Í 1. sæti var Haukur Ragnarsson


Reiðhjólahjálmar
Á miðvikudaginn fengu nemendur fyrsta bekkjar nýja hjólahjálma að gjöf, en á hverju vori frá 2004 hafa Eimskip og Kiwanisklúbbarnir fært öllum börnum í fyrsta bekk hlífðarhjálm að gjöf. Með hjálminum fylgir buff til þess að nota undir hjálminn og endurskinsmerki til þess að vera sýnilegur í umferðinni. Munum að nota hjálm þegar við förum út að hjóla og einnig að stilla hann rétt.


Upplestrarkeppnin
Fimmtudaginn 7. apríl var haldin upplestrarkeppni 7. bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nemendur lásu upp textabrot úr sögunni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og ljóð að eigin vali. Nemendur æfðu sig fyrir keppnina að lesa skýrt og áheyrilega og það var greinilegt að allir lögðu sig fram um að gera sitt besta. Dómarar keppninnar voru þær Elva Ösp Magnúsdóttir, Lovísa Guðlaugsdóttir og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Þeirra hlutverk var að velja þrjá fulltrúa


Árshátíð 1. - 4.bekkjar
Árshátíð Grunnskóla Snæfellsbæjar 1. – 4. bekkjar á Hellissandi var haldin þriðjudaginn 5. apríl. Að þessu sinni var hún með breyttu sniði og var einungis um nemendasýningu að ræða. Lögð var áhersla á gleði og samveru. Hver bekkur var með atriði á sviði og síðan var haldið ball. Allir skemmtu sér konunglega.