top of page

Upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 7. apríl var haldin upplestrarkeppni 7. bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nemendur lásu upp textabrot úr sögunni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og ljóð að eigin vali. Nemendur æfðu sig fyrir keppnina að lesa skýrt og áheyrilega og það var greinilegt að allir lögðu sig fram um að gera sitt besta. Dómarar keppninnar voru þær Elva Ösp Magnúsdóttir, Lovísa Guðlaugsdóttir og Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Þeirra hlutverk var að velja þrjá fulltrúa og einn varamann fyrir lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkja á Snæfellsnesi sem haldin verður í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 28. apríl n.k.


Eftirfarandi nemendur voru valdir sem fulltrúar GSNB

Birgitta Ósk Snorradóttir

Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir

Sara Ýr Birgisdóttir

Emelía Hall Stígsdóttir- varamaðurComments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page