

Sumarlestur 2022
Grunnskóli Snæfellsbæjar stóð fyrir sumarlestri í sjötta sinn í sumar. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja nemendur til lesturs yfir sumartímann til að viðhalda þeirri færni sem þeir hafa náð í lestri eftir skólaárið. Nemendur voru hvattir til að velja sér fjölbreytt lestrarefni sem höfðaði til áhugasviðs þeirra. Þátttakan var heldur minni í ár en þó greinilegt að margir höfðu lagt sig fram við lesturinn í sumar. Verðlaunin að þessu sinni voru 2 leikhúsmiðar í Borgarleikhú

Gleðiskruddan
Á mánudaginn koma þær Marit og Yrju frá Gleðiskruddunni í heimsókn. Þær munu fara í alla bekki, funda með starfsfólki og vera með fyrirlestur fyrir foreldra. Lögð er áhersla á að efla sjálfsþekkingu og kenna aðferðir til að auka vellíðan nemenda. Fyrirlestur fyrir foreldra verður mánudaginn 26. september kl. 18:00 á starfstöðinni í Ólafsvík.


Tónleikar
Miðvikudaginn 28. september kl. 13 verða nemendatónleikar á vegum Tónlistarskóla Snæfellbæjar í Lýsudeild G.Snb. Tónleikarnir eru opnir og haldnir í tilefni af Barnamenningarhátíð.


Mötuneyti skólans
Í mötuneyti skólans er eldaður hollur og góður matur í hádeginu, fyrir nemendur og starfsfólk. Matseðlarnir taka mið af leiðbeiningum sem gefnar eru út af Embætti landlæknis – sjá https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item11435/ Alltaf er boðið upp á salatbar og nýtur hann mikilla vinsælda enda er hann mjög fjölbreyttur, t.d. var Í dag boðið upp á 27 „rétti“ á salatbarnum. Mötuneytið nýtur mikilla vinsælda og má nefna að þegar nemendur voru spurðir um gæði mötuneytisi


Barnamenningarhátíð
Skólinn hefur verið virkur þátttakandi í Barnamenningarhátíð Vesturlands sem er þetta haustið haldin í Snæfellsbæ. Við höfum leitast við að hafa að minnsta kosti tvo viðburði í hverri viku. Við höfum fengið góða gesti í heimsókn, farið í heimsóknir og staðið fyrir viðburðum. Má þar nefna að List fyrir alla var fyrir nemendur í 2.-5. bekk í Frystiklefanum, Brimrún Birta Friðþjófsdóttir sagði nemendum í 6.-10. bekk frá tilurð bókar sinnar Gullni hringurinn og hvernig hún vinnur


Góðir gestir
Nú á Barnamenningarhátíðinni fengum við þrjá fyrrverandi nemendur skólans (og forvera hans) í heimsókn. Þau Jón Pétur Úlfljótsson, Brimrúnu Birtu Friðþjófsdóttur og Þorgrím Þráinsson. Jón Pétur hefur síðustu þrjár vikur kennt dans í öllum bekkjum norðan Heiðar af sinni alkunnu snilld og verður í Lýsudeild fyrstu vikuna í október. Brimrún Birta fræddi nemendur í 6.-10. bekk um tilurð bókar sinnar Gullni hringurinn og sagði frá því hvernig hún stóð að samningu hennar. Einnig s


Átthagafræði
Hluti af námi í Grunnskóla Snæfellsbæjar er Átthagafræði og er skólinn einn af fáum skólum á landinu sem eiga námskrá af þessu tagi. “Átthagafræði er fræðsla um grenndarsamfélagið þar sem lykilþættir eru náttúra, landafræði og saga bæjarfélagsins.” eins og fram kemur á heimasíðu Átthagafræði Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nú í haust hafa nemendur og kennarar nýtt góða veðrið til þess að vinna að verkefnum þessu tengt. Má þar nefna að nemendur í 1. til 7. bekk eru allir búnir að fa

Fyrirlestur fyrir foreldra
Fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu sem Þorgrímur Þráinsson heldur fyrir nemendur í 10. bekk í Snæfellsbæ er í boði fyrir foreldra ALLRA nemenda í skólanum MIÐVIKUDAGINN 21.09. KL. 20:00, í Ólafsvík. Þorgrímur fjallar um mikilvægi þess að bera ábyrgð á sjálfum sér, sinna litlu hlutunum alla daga sem efla sjálfstraustið, setja sér markmið og vera flottur persónuleiki. Og ekki síst lesa og læra ný orð því LÆSI er eitt mikilvægasta lýðheilsumálið.


Gróðursetning
Miðvikudaginn 14. september fóru nemendur í 6. og 8. bekk, ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum að gróðursetja. Þau gróðursettu um 500 birki plöntur í skógræktarsvæði skólans í Tvísteinahlíð. Gróðursetningin gekk mjög vel enda mjög gott veður. Töluvert var af vel þroskuðum berjum, bæði aðalbláberjum og krækiberjum sem margir nemendur gæddu sér á. Veðrið var mjög gott og að gróðursetningunni lokinni léku nemendur sér á belgnum og leiktækjum á svæðinu. Plönturnar sem við fáum e


Starfsdagur 19. september
Starfsdagur verður í skólanum mánudaginn 19. september 2022. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 20. september.