top of page

Gróðursetning

Miðvikudaginn 14. september fóru nemendur í 6. og 8. bekk, ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum að gróðursetja. Þau gróðursettu um 500 birki plöntur í skógræktarsvæði skólans í Tvísteinahlíð. Gróðursetningin gekk mjög vel enda mjög gott veður. Töluvert var af vel þroskuðum berjum, bæði aðalbláberjum og krækiberjum sem margir nemendur gæddu sér á. Veðrið var mjög gott og að gróðursetningunni lokinni léku nemendur sér á belgnum og leiktækjum á svæðinu.

Plönturnar sem við fáum eru frá Yrkju sjóðnum sem er sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Sjóðurinn úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. „Markmið sjóðsins er að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi á ári hverju“ stendur í skipulagsskrá hans. Með þessu er honum ætlað að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt fyrir unga fólkinu í landinu og ala þannig upp ræktendur framtíðarinnar. Sjá nánar - https://yrkja.is/






​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page