

Lífbreytileiki í fimmta bekk
Fimmti bekkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar tekur þátt í þróunarverkefni í vetur á vegum Náttúruminjasafns Íslands sem ber heitið List og lífbreytileiki. Verkefnið er þverfaglegt og unnið í samstarfi við fjölbreyttan og breiðan hóp listafólks þar sem lista- og vísindafólk koma saman í þverfaglegu samtali um lífbreytileika og skipuleggja smiðjur fyrir börn. Listakonurnar Rán og Elín Elísabet mættu með smiðjur fyrir fimmta bekk 19. október síðastliðin sem vakti mikla lukku. Áður e


SÍMALAUS 30. OKTÓBER - UPPLIFUM ÆVINTÝRIN SAMAN
Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja alla til að taka þátt í símalausum sunnudegi þann 30. október næstkomandi. Áskorunin felst í því að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir, frá kl. 9–21. Yfirskrift átaksins er ,,Upplifum ævintýrin saman” og er markmiðið að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna. Snjallsímar og önnur snjalltæki eru skemmtileg og gagnleg tæki sem h


Söfnun birkifræs
Fimmtudaginn 20. október fóru nemendur í 3. og 4. bekk, ásamt stuðningsfulltrúum, umsjónarkennara og skólastjóra að tína birkifræ í Réttarskógi. Þeir fengu gott veður og tíndu tæpa tvo lítra af fræjum sem gera um 150.000 fræ en það er áætlað að í hverjum lítra af fræjum séu um 90.000 fræ! Landsátak í söfnun og sáningu birkifræs stendur fyrir þessu verkefni þar sem nú stendur yfir áratugur Sameinuðu þjóðanna um verndun og endurheimt vistkerfa um allan heim í þágu fólks og nátt

Vetrarfrí
Vetrarfrí verður í skólanum fimmtudaginn 27. okt. og föstudaginn 28. okt.
Kennsla hefst aftur mánudaginn 31. okt.


Fræðsla á vegum Samtaka 78
Snæfellsbær og Samtökin 78 gerðu með sér samning sem snýr meðal annars að fræðslu og ráðgjöf fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Í dag kom Tótla fra Samtökunum með fræðslu fyrir nemendur í 3., 6. og 9. bekk, fræðsluna kalla þau Hinsegin 101 sem er grunnur að hinseginleikanum, þar er fjallað um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Farið var yfir helstu grunnhugtök og orðanotkun tengda hinseginleikanum og fjallað um starf Samtakanna '78. Umræður og spurningar vor


Stefnumarkandi rit
Á heimasíðu skólans er að finna stefnumarkandi rit sem lýsa vel skólastarfinu, þetta eru skólanámskrá, starfsáætlun og sjálfsmatsskýrsla. Skólanámskrá er ætlað það hlutverk að lýsa skólastarfi hvers skóla, sérkennum hans, sérstöðu og staðbundnum aðstæðum. Skólanámskrá er endurskoðuð á þriggja ára fresti. Starfsáætlun er gefin út á hverju hausti. Í henni er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hv

Samtalsdagur 19. okt.
Miðvikudaginn 19. október verður samtalsdagur í GSnb, þar sem foreldrar og nemendur mæta til umsjónarkennara. Samtalið snýst um styrkleika og líðan nemenda og hvað má betur fara í námi og starfi.


Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna
Skólinn er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna í flokknum framúrskarandi skólaþróunarverkefni.