

Nýtt fréttabréf
Nýtt fréttabréf er hægt að nálgast á þessari slóð - https://sites.google.com/gsnbskoli.is/7fbgsnb/home Þessi fyrsti mánuður hefur gengið mjög vel. Við allt skipulag skólastarfsins höfum við haft sóttvarnarreglur að leiðarljósi. Enn hefur ekkert smit komið upp í skólanum, hvorki meðal starfsfólks né nemenda. Sjö starfsmenn og nemendur smituðust í haust en vel tókst að komast í veg fyrir frekari útbreiðslu. Starfsfólk skólans á stóran þátt í því með góðu skipulagi og ábyrgri he


Breytingar á reglum um sóttkví og smitgát
Í gær tilkynntu stjórnvöld breytingar á reglum um sóttkví og smitgát - https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/01/25/COVID-19-Slakad-a-reglum-um-sottkvi/ Samkvæmt þeim á sóttkví nú aðeins við um einstaklinga sem útsettir eru fyrir smitum innan veggja heimilisins. Næstkomandi föstudag mun heilbrigðisráðherra einnig leggja fram áætlun um þrepaskipta afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi. Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi - https://island.is/r


Frá bókasafni skólans
Í haust var skráningarkerfi bókasafns starfstöðvarinnar í Ólafsvík uppfært. Kom þá í ljós að töluvert af bókum hafa ekki skilað sér, því langar okkur til að athuga hvort það leynast bækur á ykkar heimili merktar Grunnskóla Snæfellsbæjar. Einnig hefur borið á því að bækur sem hafa verið notaðar í kennslu, bekkjarsett, hafi ekki skilað sér til skólans, til dæmis Korku saga og bókin um Emil og Skunda sem eru ófáanlegar í dag. Þá langar okkur að auglýsa eftir nýlegum barna- og un


Starfsmannamál
Nú um áramót láta þrír starfsmenn af störfum, það eru þau Ólöf Sveinsdóttir, Sigfús Almarsson og Þröstur Kristófersson. Þetta mun hafa töluverðar skipulags- og mannabreytingar í för með sér. Katrín Hjartardóttir leysir Fúsa kokk af, Kristina Hanzin leysir Katrínu af og Aría Jóhannesdóttir leysir Kristinu af. Allar hafa þær starfað við skólann og þekkja vel til starfsemi hans. Í kjölfar þess að Ólöf, skólaliði í Ólafsvík, lét af störfum þá gerum við skipulagsbreytingar og í st


Skólakórin
Við skólann er starfandi öflugur kór, Skólakór Snæfellsbæjar. Hann kemur fram við helstu samkomur sem skólinn heldur og jafnframt er hann fenginn til að syngja við ýmsa viðburði í samfélaginu. Nú í desember söng hann m.a., ásamt Kirkjukór Ólafsvíkur, jólalög í kirkjunni í aðdraganda jóla. Var þetta mjög hátíðleg og róandi stund í aðdraganda jóla. Það er mjög gott fyrir skólann að hafa á að skipa góðum kór sem syngur við hin ýmsu tækifæri í skólanum, jafnframt sem það er góð þ