

Allir greindust neikvæðir
Nú er búið að prófa alla nemendur og starfsfólk skólans sem tengdust smitunum sem komu upp í síðustu viku. Allir greindust neikvæðir, beggja vegna Heiðarinnar. Á morgun, miðvikudag, koma nemendur 5. bekkjar, og starfsfólk sem tengdist því smiti, aftur til starfa. Foreldrar eru hvattir til að vera meðvitaðir og fylgjast með einkennum hjá börnum sínum. Sýni þau minnstu einkenni haldi þeir þeim heima og fari með þau í sýnatöku ef ástæða er til. Einkenni Covid-19 sýkingar eru ekk


Covid smit
Í gær greindist nemandi í 5. bekk, norðan Heiðar með Covid smit. Smitrakningu í skólanum er lokið, fjórir nemendur og tveir starfsmenn voru settir í sóttkví. Nemendur og aðstandendur eru beðnir um að sinna smitgát. ALLIR nemendur í 5. bekk og starfsfólk sem umgekkst þann hóp miðvikudaginn 24. nóvember fara í hraðpróf á morgun - niðurstöður úr þeim pófum munu liggja fyrir annað kvöld. Þeir sem eru í sóttkví munu fara í PCR próf á mánudaginn og niðurstöður þeirra prófa er að væ


Stenfumótunarvinna
Í lok október fékk skólinn góða gesti þegar fulltrúar Umhverfisstofnunar og starfsmenn Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls funduðu með 20 nemendum skólans í 5. til 10. bekk ásamt öllum nemendum Lýsudeildar. Tilefnið var endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins en í þeirri vinnu er víðtækt samráð haft við hagsmunaaðila. Umhverfisstofnun fjallið um einn mikilvægasta hagsmunahópinn, unga fólkið í Snæfellsbæ á vef sínum. Þar kemur meðal annars fram að fundurinn hafi verið


Covid smit
Starfsmaður skólans greindist með Covid smit í dag, hann veiktist í síðustu viku og var frá vinnu af þeim sökum. Viðkomandi starfsmaður vinnur á starfstöðinni okkar á Hellissandi, var rútufreyja í síðustu viku. Smitrakningu er lokið og fer annar starfsmaður í sóttkví. Foreldrar eru hvattir til að vera meðvitaðir og fylgjast með einkennum hjá börnum sínum. Sýni þau einkenni haldi þau þeim heima og fari með þau í sýnatöku. Zawiadamiamy, że dzisiaj u pracownika naszej szkoły wyk


Bókasafn GSnb
Þessa dagana er verið að uppfæra skráningarkerfi bókasafnsins og því langar okkur til að athuga hvort að það leynast bækur á ykkar heimili merktar Grunnskóla Snæfellsbæjar. Einnig hefur borið á því að bækur sem hafa verið notaðar í kennslu, bekkjarsett, hafi ekki skilað sér til skólans til dæmis Korku saga og bókin um Emil og Skunda sem eru ófáanlegar í dag . Þá langar okkur að auglýsa eftir nýlegum barna og unglingabókum (ekki eldri en útgáfuár 2015) ef fólk vill losa sig vi


Að ná tökum á máli
Að ná tökum á máli og læsi er samvinnuverkefni margra aðila, með þetta í huga stóð Grunnskóli Snæfellsbæjar að fundi fyrir foreldra nemenda með íslensku sem annað tungumál ásamt því að starfsmenn skólans og leikskólans fengu fræðslu frá Miðju Máls og læsis um þessi mál. Tilgangurinn með þessari fræðslu var að gefa bæði foreldrum og starfsfólki skólans og leikskólans enn fleiri verkfæri í vinnu sinni með börnunum. Einnig að byrja vinnu við mótun tungumálastefnu en í drögum að