

Lestrarsprettur
Í janúar var „lestrarsprettur“ hjá nemendum í 1.-5. bekk í Gsnb á Hellissandi. Þar sem lesfimipróf voru nú í janúar var hugmyndin sú að fá nemndur til að vera dugleg að lesa fram að þeim. Nemendur fengu miða heim þar sem þau skráðu lesnar mínútur og svo skiluðu þau vikulega og að sjálfsögðu varð úr hörð barátta sem endaði með sigri 2.bekkjar Gaman að segja frá því að á þessum 3 vikum sem þetta stóð lásu nemendur samtals 485 klst!


Ég heiti Steinn
Nemendur í 1.-4. bekk fóru á leiksýninguna „Ég heiti Steinn“ í Frystiklefanum í morgun (27.01.). Sýningin er án orða en að henni standa leikhópur sem skipar íslenska, franska og ítalska leikar. Mikið fjör er í sýningunni og höfðu allir gaman af. Það er ómetanlegt fyrir nemendur að fara í leikhús og upplifa „töfrana“ sem eiga sér á leiksviðinu, takk fyrir okkur Kári og félagar.


100 daga hátíð
Í tilefni þess að á morgun eru 100 dagar liðnir af þessu skólaári héldu nemendur í 1.-4. bekk 100 daga hátíð. Nemendur gerðu sér glaðan dag og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við töluna 100. Tilgangur verkefnisins er að þjálfa nemendur í tugakerfinu, telja saman tugi sem mynda síðan hundrað. Þau unnu m.a. verk úr 100 perlum sem voru í tíu litum, teiknuðu myndir af furðuverum úr tíu mismunandi táknum, töldu saman 100 góðgæti sem þau fengu svo að bragða á. Allir höfðu gagn


Skautar
Við höfum farið með nemendur á skauta, þegar veður og aðstæður bjóða upp á. Við förum þá á tjörn við flugvöllinn á Rifi, hún er grunn (um fet að dýpt) og þægilegt að komast að henni. Fyrir áramót fóru starfsfólk og nemendur í 2., 4., 5. og 7. bekk á skauta, núna eftir áramót fóru starfsmenn og nemendur 6. bekkjar.