top of page

100 daga hátíð

Í tilefni þess að á morgun eru 100 dagar liðnir af þessu skólaári héldu nemendur í 1.-4. bekk 100 daga hátíð. Nemendur gerðu sér glaðan dag og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við töluna 100. Tilgangur verkefnisins er að þjálfa nemendur í tugakerfinu, telja saman tugi sem mynda síðan hundrað. Þau unnu m.a. verk úr 100 perlum sem voru í tíu litum, teiknuðu myndir af furðuverum úr tíu mismunandi táknum, töldu saman 100 góðgæti sem þau fengu svo að bragða á.

Allir höfðu gagn og gamana af.








​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page