

Árshátíðir
Fyrsta árshátíð skólans er föstudaginn 1. apríl og er það Lýsudeild skólans sem ríður á vaðið. Hún verður með hefðbundnu sniði. Árshátíð Grunnskóla Snæfellsbæjar, Hellissandi og Ólafsvík verður haldin með breyttu sniði í ár þar sem eingöngu er um nemendasýningar að ræða. Þetta er uppskeruhátíð bekkjanna eftir erfiðan vetur í ljósi takmarkana þar sem lögð er áhersla á gleði og samveru. Hver bekkur mun sýna eitt eða fleiri atriði á sviði og að því loknu verður haldið ball. Neme


Símalaus skóli
Frá og með 1. apríl verður skólinn símalaus - þetta er ekki aprílgabb. Við óskum eftir góðu samstarfi við foreldra og viljum að símarnir séu geymdir heima. Við kynntum þessa hugmynd strax í haust en vegna Covid fannst okkur ekki ráðlegt að fara í þetta bann fyrr. Í haust fengum við hugmyndir frá nemendum um hvernig mætti bæta aðstöðu nemenda í frímínútum. Í framhaldinu af þeirri umræðu voru keyptir nýir sófar, töflum komið fyrir á göngum skólans, spilum var fjölgað og nemen


Olweus
Grunnskóli Snæfellsbæjar vinnur samkvæmt eineltisáætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun og hefur gert það frá stofnun hans árið 2004. Markmið áætlunarinnar er að skapa skólaumhverfi þar sem einelti fær ekki þrifist. Áætlunin byggir á fáum meginreglum sem sýnt hefur verið fram á, með vísindalegum rannsóknum, að skili árangri í baráttunni gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Í skólastarfinu er lögð áhersla á að skapa andrúmsloft sem einkennist af jákvæðni, hlýj


Athyglisvert doktorverkefni
Doktorsrannsókn Rúnu Sifjar Stefánsdóttur leiðir m.a. í ljósi að góð regla á svefnmynstri ungmenna hafði jákvæða áhrif á einkunnir og námsárangur við 15 ára aldur. Þessar niðurstöður hafa vakið verðskuldaða athygli og m.a. fékk vísindagreinin viðkenningu frá stærstu lýðheilsustöð heims í Bandaríkjunum (NIH) Eingöngu fimmta hvert íslenskt ungmenni náði alþjóðlegum ráðleggingum um svefnlengd (8 klst.) við 15 ára aldur Sjá nánar https://www.mannlif.is/frettir/innlent/islensk-ung


Öskudagur
Haldið var upp á Öskudaginn í 1. – 4. bekk GSnb með því að nemendur og starfsfólk klæddist grímubúningum og var kötturinn sleginn úr tunnunni. Foreldrafélagið færði nemendum ávaxtasafa og snakk. Tunnukóngur í 1.-2.bekk var Breki Dan Ægisson en í 3.-4.b var það Víglundur Orri Heimisson.


Sundkennsla hefst á ný
Sundkennsla hefst á ný á mánudaginn 7. febrúar, norðan Heiðar - mikilvægt að nemendur mæti með sundföt.


Febrúar
Febrúar var óvenju illviðrasamur þetta árið, hann var óvenju kaldur og t.d. sá snjóþyngsti í Reykjavík frá árinu 2000. Frá því að mælingar hófust hefur aðeins þrisvar sinnum verið jafn mikill og þrálátur snjór í febrúar í Reykjavík, árin 2000, 1957 og 1925. Almannavarnir gáfu út 137 viðvaranir vegna veðurs í febrúar. Í sama mánuði í fyrra voru viðvaranirnar átta! Sjá nánar https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/snjothyngsti-februar-i-reykjavik-fra-aldamotum Við fengum að kenna