

Geðlestin í heimsókn
Geðlestin heimsækir nemendur í 7.-10. bekk mánudaginn 1. nóvember. Vekjum sérstaka athygli á heimasíðu verkefnisins sem opna fljótlega á slóðinni www.gedlestin.is Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við erum öll með geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvind og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta r


Vetrarfrí 28.-29.október
Vetrarfrí verður í skólanum fimmtudaginn 28. október og föstudaginn 29. október. Kennsla hefst aftur mánudaginn 1. nóvember.


Gróðursetning á skólalóð
Grunnskóli Snæfellsbæjar fékk birkiplöntur að gjöf frá Yrkjusjóði en skólinn var einn þeirra skóla sem tók þátt í verkefni á vegum ríkisins en Ríkisstjórn Íslands hefur á undanförnum árum aukið áherslu á aðgerðir til að vega á móti loftslagsbreytingum. Meðal þess er aukin skógrækt og landgræðsla þar sem markmiðið er að binda kolefni í jarðvegi og gróðri ásamt endurheimt og bætingu hnignaðra vistkerfa sem er mjög algengt hér á landi. Eitt af því sem gert er ráð fyrir að gera e


Olweus gegn einelti
Grunnskóli Snæfellsbæjar vinnur samkvæmt eineltisáætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Einn liður í áætlunni er að hafa svokallaða Olweusardaga þar sem nemendur einbeita sér að einstökum atriðum sem vinna gegn einelti og samskiptavanda. Olweusardagar voru haldnir dagana 5.-7. október og var ákveðið að huga sérstaklega að kurteisi, virðingu og samkennd. Þessi þrjú atriði eru nauðsynleg til að geta átt í góðum samskiptum við aðra og því mikilvægt að minna á þau


Albína lætur af störfum
Í haust lét Albína Gunnarsdóttir af störfum við skólann. Hún kom fyrst til starfa við Grunnskóla Ólafsvíkur árið 1976, eða fyrir 45 árum, en starfsaldur hennar við grunnskóla í Snæfellsbæ er orðinn 32 ár. Á þessum tíma hefur hún gegnt mörgum störfum við skólann, m.a. verið skólaliði, stuðningfulltrúi og kennari. Leyst öll sín verkefni með bros á vör. Þess má geta að Albína er ekki búin að slíta öll tengsl við skólann, hún mun sinna afleysingum þegar hún hefur tök á. Við þessi


Starfseflingardagur
Tók í dag þátt í starfseflingardegi í Ólafsvík fyrir starfsfólk skólanna á Snæfellsnesi. Fjallað var um nám við hæfi eða menntun fyrir alla. Það var dásamlegt að fá loks að hittast. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá um starf með fjölbreyttum nemendahópum, samstarf heimila og skóla, hegðunarörðugleika og samskipti, skapandi kennsluaðferðir, hringekjur, þemanám, leiðsagnarnám, sveigjanlega kennsluhætti og læsisfimmuna (stöðvavinnu í móðurmáli). Dagskrá má sjá hér: https://sko


Berjamó
Nemendur á yngsta stigi í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi skelltu sér í árlega berjaferð sína föstudaginn 10. september í góðu haustveðri. Farið var með rútu út fyrir Snæfellsjökul, stoppað var á sama stað eins og svo oft áður á móts við Saxhól. Þar er gott berjaland og aðstæður góðar fyrir ungt berjatínslufólk. Berjaspretta á landinu hefur verið misjöfn en full var af berjum eins og börnin orðuðu það. 3. bekkur mun svo sulta úr sínum berjum og fara með sultu heim en b


Dans
Undanfarnar þrjár vikur hefur Jón Pétur Úlfljótsson, danskennari verið hjá okkur og kennt dans í 1.-10.bekk. Aðal áherslan var á að kenna nemendum á mið- og unglingastigi, en yngri bekkirnir fengu líka að dansa. Tímabilinu lauk með því að allir nemendur í 1.-10.bekk dönsuðu saman, þar sem þau elstu aðstoðuðu þau yngstu. Í danskennslu fer ekki einungis fram kennsla í að taka sporið og að fylgja takti heldur fer fram heilmikil þjálfun í félagsfærni, samvinnu og tillitssemi. Það