

Piparkökudagurinn
Piparkökudaguirnn verður laugardaginn 26. 11.

Opið hús
Miðvikudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, verður opið hús á starfstöðvum skólans. Í Ólafsvík og á Hellissandi hefst stutt dagskrá kl. 10:20 og opið hús til 11:20 og í Lýsudeild frá kl. 13:30 – 14:30. Kynning á átthagafræðiverkefnum nemenda í tilefni af því að skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2022. Hlökkum til að sjá ykkur - nemendur og starfsfólk GSnb


Gleðileikar í tilefni Íslensku menntaverðlaunanna
Í dag fögnuðum við að skólinn og í raun allt samfélagið í Snæfellsbæ hlaut Íslensku menntaverðlaunin. Nemendur voru í brennidepli og héldum við Gamanleika í þróttahúsinu í Ólafsvík með nemendum og starfsfólki af öllum starfstöðvum skólans. Íþróttakennarar voru búnir að skipuleggja fjölbreytta leiki á fimmtán stöðvum, nemendum var skipt í hópa, þvert á bekki og starfsöðvar. Hóparnir fóru á milli stöðva. Að þeim loknum var farið í pizzuveislu á starfstöðinni í Ólafsvík. Viðburð


Til hamingju öll
Íslensku menntaverðlaunin 2022 voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. nóvember. Í flokknum „framúrskarandi þróunarverkefni“ var verkefnið Átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar eitt þeirra sem tilnefnt var og hlaut að lokum þann heiður að vera útvalið til verðlaunanna. Hilmar Már Arason, skólastjóri veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd skólans. Átthagafræðin snýr að því að kynna nemendum átthaga sína á markvissan hátt, það er að þeir öðlist þekkingu og skil