

Nýárskveðja og nýtt fréttabréf
Starfsfólk skólans sendir nemendum og fjölskyldum þeirra sínar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir gott samstarf og gefandi samskipti á liðnum árum. Meðfylgjandi er slóð á nýtt fréttabréf - sjá https://sites.google.com/gsnbskoli.is/5fbgsnb/home Gleðilegt nýtt ár


Jólakveðja
Síðasta fréttabréf þessa ár er hægt að nálgast á tenglinum https://sites.google.com/gsnbskoli.is/frettabr-des/home Tíminn sem nú fer í hönd er tími þar sem fjölskyldur og vinir koma saman, gera sér dagamun í mat og drykk, gefa gjafir og njóta samvista, hver með sínum hætti. Rétt er að hafa þá í huga sem minna mega sín eða eiga um sárt að binda, lítum til með þeim. Bros, heimsóknir og styrkir af ýmsu tagi geta haft mikil áhrif til hins betra. Gleðileg jól.


Jólaútvarp GSnb í loftinu þessa vikuna
Jólaútvarp Grunnskóla Snæfellsbæjar hóf útsendingar í gærmorgun klukkan 9:00. Er þetta í sjötta sinn sem nemendur GSNB standa fyrir útvarpi með dyggri aðstoð kennara. Dagskráin er metnaðarfull og fjölbreytt eins og alltaf. Mikil vinna liggur á bak við svona útsendingar og hafa nemendur unnið að þáttagerð í nokkrar vikur. Þættirnir hjá yngri nemendum eru teknir upp fyrir fram en nemendur á unglingastigi eru með sína þætti í beinni útsendingu og fá meðal annars gesti í viðtöl.


Viðurkenning
Miðvikudaginn 6. október 2021 var Forvarnardagurinn haldinn í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardagurinn er á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Nemendum voru kynntar nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp varðandi helstu þætti sem hafa áhrif á góða heilsu og þroska. Þau ræddu hugmyndir sínar um samveru í frítíma, íþrótta- og tómstundastarf og leiðir til að leyfa heilanum að þroskast


Breytt skóladagatal
Á því skóladagatali sem var samþykkt síðasta vor voru fyrirhugaðir þrír samliggjandi starfsdagar, settir í janúar, 19., 20. og 21. Voru þeir hugsaðir til endurmenntunar fyrir starfsfólk, að fara á ráðstefnu í London og/eða skólaheimsóknir. Nú er ljóst að ekki eru forsendur fyrir námsferð af því tagi. Því höfum við ákveðið að breyta skóladagatalinu á þann veg að skipulagsdagurinn 19. janúar heldur sér og hinir tveir dagarnir færast yfir á 25. febrúar og 21. mars. Fræðslunefnd,


Góð gjöf
Kvenfélag Hellissands færði skólanum gjöf á dögunum. Gjöfin sem er hitapressa, verður staðsett í textílmenntastofu skólans í Ólafsvík. Þar munu nemendur á mið- og unglingastigi nota pressuna til að pressa vínyl og annað á textílefni sem þau vinna með. Nemendur eru byrjaðir að nota pressuna í vinnu sinni og reynist hún mjög vel. Vildi skólinn fá að koma á framfæri kæru þakklæti til Kvenfélags Hellisands. Á myndinni eru þær Maríanna Sigurbjargardóttir, formaður Kvenfélags Helli