top of page

Jólaútvarp GSnb í loftinu þessa vikuna

Jólaútvarp Grunnskóla Snæfellsbæjar hóf útsendingar í gærmorgun klukkan 9:00. Er þetta í sjötta sinn sem nemendur GSNB standa fyrir útvarpi með dyggri aðstoð kennara. Dagskráin er metnaðarfull og fjölbreytt eins og alltaf. Mikil vinna liggur á bak við svona útsendingar og hafa nemendur unnið að þáttagerð í nokkrar vikur. Þættirnir hjá yngri nemendum eru teknir upp fyrir fram en nemendur á unglingastigi eru með sína þætti í beinni útsendingu og fá meðal annars gesti í viðtöl. Nemendaráð heldur utan um auglýsingamálin, bjóða fyrirtækjum að auglýsa, semja texta og taka upp. Ljósmyndari kíkti í Stúdíó skólans á fyrsta degi útsendingar og smellti mynd af tæknimönnum ásamt einum af þáttastjórnendunum Magnúsi Guðna Emanúelssyni í 9. bekk rétt áður en Magnús fór í loftið.

Frétt þessi birtist á skessuhorn.is

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page