

Sumarlestur 2021
Grunnskóli Snæfellsbæjar stóð fyrir sumarlestri í fimmta sinn í sumar. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja nemendur til að lesa meira yfir sumartímann til að viðhalda þeirri færni sem þeir hafa náð í lestri eftir skólaárið. Nemendur voru hvattir til að velja sér fjölbreytt lestrarefni sem höfðaði til áhugasviðs þeirra. Yfirskrift sumarlestursins í ár var ,,Æfingin skapar meistarann”. Þátttakan var góð og greinilegt að margir höfðu lagt sig fram við lesturinn í sumar. Verðl

Rafrænn fyrirlestur um Betri svefn
Hér er slóð á viðburðinn í gegnum Facebook - https://www.facebook.com/events/574182423709884/


Fjarnámskeið og skóla lýkur fyrr
Miðvikudaginn 15. september kl. 17:30 standa leik- og grunnskólarnir, foreldrafélög þeirra, og Íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæfellsbæjar, Snæfellsbær fyrir fjarfundi fyrir íbúa Snæfellsbæjar um svefn og svefnvenjur. Fyrirlesari verður Erla Björnsdóttir sálfræðingur. Fyrirlestrinum verður streymt og slóðin send út þegar nær dregur. Daginn eftir verður námskeið fyrir starfsfólk um leiðsagnarnám. Lýkur skóla því fyrr þann dag, eða kl. 12:20 á Hellissandi og kl. 12:40 í Ólafsvík. S


Breyttur útivistartími
Nú þegar haustið er komið og sólinn farinn að lækka á lofti þarf að huga að breyttum útivistartíma barnanna en frá og með 1. september mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20:00 og 13 – 16 ára til kl. 22:00 á kvöldin. Foreldrar og forráðamenn mega auðvitað setja sín viðmið sem eru styttri og eru foreldrar hvattir til að ræða slíkt sín á milli því samtarf um t.d. útivistartímann einfaldar oft foreldum að fylgja þessum reglum eftir. Samkvæmt 90 gr. barnavernarlaga 80/2002


Góðar venjur gera kraftaverk
Við hvetjum nemendur til að koma sér upp heilbrigðum og jákvæðum lífsvenjum sem taka mið af því að borða hollan mat, hreyfa sig daglega, koma sér upp góðum svefnvenjum, rækta vinskapinn við félagana, skammta sér skjátíma og síðast en ekki síst að lesa daglega! Slíkar venjur auka líkur á að nemendum líði betur og þeir séu betur undirbúnir til að takast á við krefjandi verkefni dagsins. Ég vil vekja sérstaklega athygli á mikilvægi góðs svefns og að koma sér upp góðum svefnvenju