top of page

Góðar venjur gera kraftaverk

Við hvetjum nemendur til að koma sér upp heilbrigðum og jákvæðum lífsvenjum sem taka mið af því að borða hollan mat, hreyfa sig daglega, koma sér upp góðum svefnvenjum, rækta vinskapinn við félagana, skammta sér skjátíma og síðast en ekki síst að lesa daglega! Slíkar venjur auka líkur á að nemendum líði betur og þeir séu betur undirbúnir til að takast á við krefjandi verkefni dagsins. Ég vil vekja sérstaklega athygli á mikilvægi góðs svefns og að koma sér upp góðum svefnvenjum. Svefninn er nauðsynlegur til að endurnæra okkur og gefa líkamanum hvíld. Of lítill svefn getur valdið almennri vanlíðan, þreytu og streitu og hefur áhrif á einbeitingu, minni og rökhugsun. Í svefni tökum við út þroska okkar og rannsóknir hafa sýnt fram á að of lítill svefn hefur slæm áhrif á kvíða og einstaklinga sem eru að glíma við ADHD. Hugið vel að heilsu ykkar og góðum venjum, litlar breytingar geta gert kraftaverk.




​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page