

Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Snæfellsbæjar
Fræðslunefnd Snæfellsbæjar ákvað haustið 2025 að hefja vinnu við endurskoðun menntastefnu Snæfellsbæjar, en núgildandi stefna er frá 2010 og þarfnast endurskoðunar. Bæjarstjórn staðfesti á fundi sínum þann 17. nóvember 2025 að veita fræðslunefnd umboð til að endurskoða stefnuna. Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið og verkefnastjóri er frá Ásgarði skólaráðgjöf. Stýrihópurinn ber ábyrgð á vinnu við endurskoðun menntastefnu sveitarfélagsins með það að markmiði að ná bre














