Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Snæfellsbæjar
- hugrune
- 23 hours ago
- 1 min read
Fræðslunefnd Snæfellsbæjar ákvað haustið 2025 að hefja vinnu við endurskoðun menntastefnu Snæfellsbæjar, en núgildandi stefna er frá 2010 og þarfnast endurskoðunar. Bæjarstjórn staðfesti á fundi sínum þann 17. nóvember 2025 að veita fræðslunefnd umboð til að endurskoða stefnuna.
Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið og verkefnastjóri er frá Ásgarði skólaráðgjöf. Stýrihópurinn ber ábyrgð á vinnu við endurskoðun menntastefnu sveitarfélagsins með það að markmiði að ná breiðari samstöðu um stefnumótunina og skýra framtíðarsýn í mennta- og uppeldismálum sveitarfélagsins.
Stýrihópinn skipa fulltrúar úr fræðslunefnd Snæfellsbæjar og skólastofnunum.
Helstu verkefni stýrihóps:
Greining á stöðu menntamála í sveitarfélaginu, meðal annars með rýni á fyrirliggjandi gögnum, fyrirlögn kennara og á íbúafundi.
Mótun stefnu (gildi, framtíðarsýn og meginmarkmið).
Rammi um aðgerðir til innleiðingar með mælikvörðum fyrir eftirfylgni.
Samráð við foreldra, nemendur, starfsfólk og íbúa.
Áætlað er að vinnu stýrihóps ljúki í lok maí og stefnun verði tilbúin til innleiðingar í upphafi skólaárs 2026-2027.
Frekari upplýsingar um verkefnið veitir Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði skólaráðgjöf, í netfanginu gunnthor@ais.is.
Með von um gott samstarf og góða þátttöku,
Stýrihópur um endurskoðun menntastefnu Snæfellsbæjar




















Comments