

Hinsegin samfélag er okkar allra samfélag
Júní er alþjóðlegi hinsegin mánuðurinn og þetta sumar verður haldin hinsegin hátíð hér í Snæfellsbæ frá 22.-24. júlí. Í tilefni þess var skólinn skreyttur síðustu vikuna fyrir sumarfrí. Þessi hugmynd kom frá tveimur nemendum, þeim Stefaníu Klöru Jóhannsdóttur og Hönnu Imgront. Skólinn var skreyttur með fjölbreyttum hinsegin fánum og litríku skrauti. Á efri hæðinni má sjá fallega fána og blöð, þar sem er hægt að lesa um hinsegin orðaforða. Þar er líka skraut með jákvæðum setni


Bókargjöf
Grunnskóli Snæfellsbæjar fékk afhenta bókargjöf um síðustu helgi þegar Brimrún Birta Friðþjófsdóttir og Viktor Ingi Guðmundsson færðu skólanum nýútkomna bók sína Gullni hringurinn sem er bráðskemmtileg og falleg íslensk myndasaga. Brimrún Birta er fædd og uppalin í Snæfellsbæ, Rifsari eing og hún segir sjálf og gekk eins og áður segir í GSNB. Skrifar hún falleg orð til skólans síns og nemenda hans inn í bókina þar sem hún segir það meðal annars heiður sinn að bókin þeirra fái


Síðasta fréttabréf þessa skólaárs
Næsta vika er síðasta kennsluvikan á þessu skólaári. Útskrift nemenda 10. bekkjar norðan Heiðar verða fimmtudaginn 2. júní kl. 18:00 í kirkjunni, skólaslit norðan Heiðar verða í íþróttahúsinu í Ólafsvík, föstudaginn 3. júní kl. 12:00, útskrift og skólaslit Lýsudeildar verða sama dag kl. 14:00. Foreldrar og aðrir velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Slóðin á fréttabreifð er https://sites.google.com/gsnbskoli.is/9fbgsnb/home


Háskólalest Háskóla Íslands
Vorið er komið og það þýðir Háskólalest Háskóla Íslands rúllar af stað og verður stödd á Ólafsvík og Grundarfirðir dagana 27. - 28.maí með fjölbreytta dagskrá í boði. Haldin verða vel valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, en dagskránni lýkur svo með sannkallaðri vísindaveislu fyrir allt samfélagið. Vísindaveislan verður haldin í Fjölbrautarskóla Snæfellinga, laugardaginn 28. maí kl. 12-16. Þar býðst fjölskyldumeðlimum á öllum aldri að kynnast undr


Kosningar í GSnb
Grunnskóli Snæfellsbæjar flaggar Grænfánum á öllum sínum starfsstöðvum. Til þess að flagga Grænfána þá þarf að stíga sjö skref. Fyrsta skrefið var að kjósa nefnd, á starfstöðvunum norðan Heiðar eru 18 nemendur og 3 starfsmenn í nefndinni. Næsta skref var að velja tvö þemu eða áhersluatriði til að vinna að tvö næstu ár. Þemun sem hægt er að velja á milli eru tíu talsins. Þau taka á mörgum hliðum menntunar til sjálfbærni og tengjast grunnþáttum menntunar og heimsmarkmiðum Samei