top of page

Barnamenningarhátíð

Skólinn hefur verið virkur þátttakandi í Barnamenningarhátíð Vesturlands sem er þetta haustið haldin í Snæfellsbæ. Við höfum leitast við að hafa að minnsta kosti tvo viðburði í hverri viku. Við höfum fengið góða gesti í heimsókn, farið í heimsóknir og staðið fyrir viðburðum. Má þar nefna að List fyrir alla var fyrir nemendur í 2.-5. bekk í Frystiklefanum, Brimrún Birta Friðþjófsdóttir sagði nemendum í 6.-10. bekk frá tilurð bókar sinnar Gullni hringurinn og hvernig hún vinnur. Listafólkið í Himinbjörgum á Hellissandi fékk til sín myndmenntarhópa í félagsmiðstöðina og vann með þeim listaverk, Jón Pétur Úlfljótsson danskennari var með dans í öllum bekkjum, Þorgrímur Þráinsson var með skapandi skrif í öllum bekkjum og fyrirlestur fyrir foreldra.

Við ljúkum svo mánuðinum með því að fá þær Marit og Yrju frá Gleðiskruddunni í heimsókn. Þær munu fara í alla bekki, funda með starfsfólki og vera með fyrirlestur fyrir foreldra. Lögð er áhersla á að efla sjálfsþekkingu og kenna aðferðir til að auka vellíðan.

Þetta skólaár taka flestir nemendur í Lýsudeild og fimmti bekkur norðan Heiðar, ásamt myndmenntarkennurum sínum, þátt í verkefni sem kallast List og lífbreytileiki og er á vegum Náttúruminjasafns Íslands. Listakonurnar Rán Flygenring og Elín Elísabet koma í heimsókn í október með smiðjur fyrir nemendur og kennara og leggja línur að áframhaldandi vinnu.






​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page