top of page

Átthagafræði

Hluti af námi í Grunnskóla Snæfellsbæjar er Átthagafræði og er skólinn einn af fáum skólum á landinu sem eiga námskrá af þessu tagi. “Átthagafræði er fræðsla um grenndarsamfélagið þar sem lykilþættir eru náttúra, landafræði og saga bæjarfélagsins.” eins og fram kemur á heimasíðu Átthagafræði Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nú í haust hafa nemendur og kennarar nýtt góða veðrið til þess að vinna að verkefnum þessu tengt. Má þar nefna að nemendur í 1. til 7. bekk eru allir búnir að fara í berjamó og bjó 3. bekkur til berjasultu sem þau tóku með sér heim. 2. bekkur er með Höskuldará í fóstri og fer í reglulegar gönguferðir þangað til að fræðast um staðinn og tína rusl í og við ánna og eru þau nú þegar búin að fara einu sinni og hreinsa til. 5. bekkur fór á dögunum suður fyrir jökul og gengu þau frá Lóndröngum og að Malarrifi þar sem þau léku sér og fengu fræðslu hjá Guðmundi Jenssyni starfsmanni þjóðgarðsins. Kartöfluuppskera 4. bekkjar er einnig komin í hús og Katrín matráður búin að sjóða þær og brögðuðust þær mjög vel. Er hér aðeins stiklað á því helsta en einnig hefur verið unnið að fjölmörgum öðrum verkefnum bæði tengt Átthagafræðinni og öðrum námsgreinum. Eins og sjá má á myndunum hafa nemendur og kennarar notið útiverunnar um leið og þau hafa öðlast nýja og hagnýta þekkingu á nærumhverfi sínu en á myndinni eru nemendur 2. bekkjar ásamt stuðningsfulltrúa með ruslið sem þau týndu úr Höskuldaránni.




​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page