Tröllaheimsókn í þjóðgarðsmiðstöðina
- hugrune
- Nov 4
- 1 min read
Myndmenntahópur 1. bekkjar fór í heimsókn í þjóðgarðsmiðstöðina þar sem Ragnhildur þjóðgarðsvörður tók á móti hópnum og sagði þeim frá tröllum og fræddi þau um sýninguna sem verður opnuð 22. nóvember. Heimsókn þessi var liður í að 1. bekkur er að vinna að tröllaverkefni ásamt því að kynna sér þjóðgarðsmiðstöðina og það sem hún hefur upp á að bjóða. Opnun sýningarinnar í þjóðgarðsmiðstöðinni verður laugardaginn 22. nóvember klukkan 14:30 og er tilvalin fyrir fjölskyldur að fara saman.






















Comments