top of page

Svakalega lestrarkeppnin

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • 6 days ago
  • 1 min read

Nemendur í 1.-7. bekk tóku þátt í 30 daga lestrarátaki, Svakalegu lestrarkeppninni. 90 skólar af öllu landinu tóku þátt í keppninni og lentum við í 13. sæti.  Hver nemandi las að meðaltali í 967 mínútur.  


Í upphafi skólaárs tók GSnb í notkun skráningarforritið Læsir (app) sem er notað til að halda utan um lestur nemenda í 1.-7. bekk, bæði heima og í skólanum. Læsir hélt utan um mínútufjölda í lestri og hlustun í lestrarkeppninni. 


Lestur er eitt af áhersluatriðum þessa skólaárs. Við þurfum að vinna ennþá betur í að efla lestrarfærni nemenda okkar. Nemendur þurfa að lesa á hverjum degi, foreldrar að hlusta og leiðrétta ef þarf. Við hvetjum ykkur, kæru foreldrar til að fylgja lestrarnámi barna ykkar vel eftir. 


ree

 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page