

Samvinnuverkefni
Nemendur í 2. bekk AT í Grunnskóla Snæfellsbæjar kunnu vel að meta heita kakóið sitt sem hitað var yfir eldi í útikennslustofu skólans á Hellissandi. Kakóið fengu þau þegar þau höfðu lokið við að leysa verkefni í útikennslu í myndmennt og heimilisfræði. Var ferðin samvinnuverkefni milli myndmennta- og heimilisfræði- kennaranna þeirra Ingu Harðardóttur og Sóleyjar Jónsdóttur. Bjuggu þau til mandölur úr steinum og með því að teikna í mölina ásamt því að fræðast um form í náttúr


Ólympíuhlaupi ÍSÍ
Nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar tók þátt í nú í byrjun september, stóðu allir nemendur sig með stakri prýði. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta valið milli þess að fara 2,5 km, 5 eða 10 km. Alls voru 170 nemendur sem tóku þátt. 125 nemendur fóru 2,5 km og 45 fóru 5 km. Samtals fóru nemendur skólans 537,5 km. Lukkan var svo með okkur þar sem Grunnskóli Snæfel


Sumarlestur
Grunnskóli Snæfellsbæjar í samstarfi við Bókasafn Snæfellsbæjar stóð fyrir sumarlestri í fjórða sinn nú í sumar. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs og að njóta góðra bóka ásamt því að viðhalda færni sína í lestri milli skólaára. Að þessu sinni var sumarlesturinn í formi lestrarpóstkorts fyrir 1. til 4. bekk og 5. til 9. bekk þar sem áhersla var lögð á lestur. Alls voru lesnar 45.621 blaðsíða og hefur þátttaka í sumarlestrinum aukist ár frá ári en 75 póstk


Kynningarefni að hausti
Tengillinn hér að neðan er á kynningarefni sem er hugsað að komi í stað hefðbundinna kynningarfunda að hausti https://sites.google.com/gsnbskoli.is/kynningokt2020/home Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna er velkomið að hafa samband við umsjónarkennara eða stjórnendur.


Átthagafræði
Þemadagar í átthagafræði á mið- og unglingastigi í Grunnskóla Snæfellsbæjar voru dagana 9. og 10. október. Ýmis verkefni tengd námsskrá skólans í átthagafræði voru unnin þessa daga og lögð var áhersla á upplifun og útiveru. Nemendur í 6. og 7. bekk fóru í fjöruferð á Fróðárrif þar sem þeir tíndu rusl úr fjörunni og af fjörukambinum. Þeir unnu saman í litlum hópum og héldu skrá yfir það sem fannst og þar var ýmislegt sem vakti athygli þeirra. Þótti þeim athyglisvert hvað fanns