top of page

Samvinnuverkefni

Nemendur í 2. bekk AT í Grunnskóla Snæfellsbæjar kunnu vel að meta heita kakóið sitt sem hitað var yfir eldi í útikennslustofu skólans á Hellissandi. Kakóið fengu þau þegar þau höfðu lokið við að leysa verkefni í útikennslu í myndmennt og heimilisfræði. Var ferðin samvinnuverkefni milli myndmennta- og heimilisfræði- kennaranna þeirra Ingu Harðardóttur og Sóleyjar Jónsdóttur. Bjuggu þau til mandölur úr steinum og með því að teikna í mölina ásamt því að fræðast um form í náttúrunni. Kakóið fengu þau svo á meðan þau veltu fyrir sér hvað annað væri hægt að elda úti og komu nokkrar hugmyndir upp þó svo að sykurpúðar væri sú vinsælasta meðal barnanna og allir vissir um að það væri ekkert mál að hita þá. Áður en haldið var aftur til baka var farið í feluleik enda veðrið dásamlegt.Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page