

Útskrift og skólaslit
Útskrift nemenda í 10. bekk, norðan Heiðar verða í Klifi fimmtudaginn 4. júní kl. 18:00. Með forráðamönnum Foreldrar þurfa að senda Lilju deildarstjóra (lilja@gsnb.is) tölvupóst með upplýsingum um hversu margir koma með hverjum nemanda. Í Klifi sitja aðstandendur nemenda saman við borð. Léttar veitingar (konfekt og kaffi) verða í boði skólans. Nemendur kvaddir með nokkuð hefðbundu sniði. Gert er ráð fyrir að athöfnin standi í um eina klukkustund. Skólaslit nemenda 1. - 10. be


Sumarlestur - Lestur er lykill að ævintýrum lífsins…
Í maí voru lesfimipróf Menntamálastofnunar lögð fyrir í öllum bekkjum skólans. Reynslan sýnir okkur að yfir sumartímann dregur, jafnvel verulega, úr þeirri hæfni sem nemendur hafa náð í lestri að vori. Það getur tekið langan tíma að vinna upp lestrarhraðann og því minnum við á mikilvægi sumarlesturs. Í ár verður sumarlesturinn í formi lestrarpóstkorts fyrir 1.-4. b. og 5.-9. b. þar sem áhersla er á lestur. Þá ætlum við að hafa lestrarkeppni á milli bekkjanna, þ.e. hvaða bekku


Búðarverkefnið
Eitt af verkefnum Átthagafræðinnar í GSnb er svokallað Búðaverkefni sem tilheyrir námskrá 8. bekkjar. Um er að ræða samvinnuverkefni Grunnskólans, Soroptimistaklúbbs Snæfellsness, Svæðisgarðsins Snæfellsness, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og Hótels Búða. Nemendum er boðið í sögugöngu og strandhreinsun um friðlandið á Búðum. Þeir njóta sagnasnilli Ragnhildar Sigurðardóttur frá Svæðisgarðinum um sögu Búða, náttúruperlur á svæðinu, Axlar Björn og Guðríði Þorbjarnardóttur víðförlus


5.bekkur út að tína rusl á og við Sáið
Í vor fór 5.bekkur út að tína rusl á og við Sáið . Mikið af rusli var sett í poka og kom krökkunum sérstaklega á óvart hve mikið var af sígarettustubbum. Þau höfðu einnig orð á því að þessir stubbar voru á sama stað og í fyrra þannig að eitthvað þurfa þessir stubba eigendur að hugsa sinn gang. Á ruslarölti sínu fundu þau merktan fugl. Á þessum fugli, sem lítið var eftir af annað en beinagrindin, voru tvö merki. Nemendur sendu bréf á með upplýsingum og myndum af merkjunum til