

Pólsku kennsla
Í Grunnskóla Snæfellsbæjar er boðið upp á val í pólsku í 8.-10. bekk einnig fá þeir nemendur sem eru með pólsku að móðurmáli og velja að taka ekki dönsku kennslu og fá kennslu í pólsku. Það er Agnieszka Imgront sem sér um kennsluna. Pólska sendiráðið færði nemendum skólans bókagjöf á dögunum fyrir þátttöku í vali þetta skólaár. Á myndinni eru nemendurnir með bækurnar sínar ásamt kennari sínum Agnieszku og Hilmari Má Arasyni skólastjóra.


Myndataka þriðjudaginn 18. maí
Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Við myndum 1., 4., 7. og 10. bekk. Við myndum einstaklingsmyndir og hópmynd af hverjum bekk. Myndirnar fara síðan inná vef Skólamynda og með aðgangslykli fyrir hverja bekkjardeild getur fólk skoðað og valið myndir til kaups, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Við sendum tölvupóst með upplýsingum um aðgangslykil þegar myndirnar eru tilbúnar á vefsíðu okkar. Með kveðju, Skólamyndir ehf. skolamyndir@skolam


Vorverk
Nú er tími vorverka og láta nemendur og starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar sitt ekki eftir liggja og eru byrjuð á vorverkunum. Stóri plokkdagurinn var 24. apríl og hafa nemendur og starfsfólk farið út og plokkað í nærumhverfi sínu. 4. bekkur fór göngustíginn á milli Rifs og Hellissands og plokkaði, 7. bekkur gekk reiðveginn í Ólafsvík og 5. bekkur fór upp með Kotlæknum og svæðið í kringum ærslabelginn svo eitthvað sé nefnt. Nemendur í 2. bekk eru með Höskuldará í fóstri og