top of page

Vorverk

Nú er tími vorverka og láta nemendur og starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar sitt ekki eftir liggja og eru byrjuð á vorverkunum. Stóri plokkdagurinn var 24. apríl og hafa nemendur og starfsfólk farið út og plokkað í nærumhverfi sínu. 4. bekkur fór göngustíginn á milli Rifs og Hellissands og plokkaði, 7. bekkur gekk reiðveginn í Ólafsvík og 5. bekkur fór upp með Kotlæknum og svæðið í kringum ærslabelginn svo eitthvað sé nefnt. Nemendur í 2. bekk eru með Höskuldará í fóstri og fara reglulega í gönguferðir þangað bæði til að fræðast um staðinn og tína rusl. Er þetta hluti af Átthagafræðinámi bekkjarins. Þau fóru í góða veðrinu á mánudaginn og týndu rusl við ánna, nutu þau veðursins en gott vorveður var á síðasta mánudag. Voru þau mjög dugleg eins og sést á myndunum eins og auðvitað allir hinir. Á vorin þarf líka að grisja og fóru þeir Hilmar Már Arason skólastjóri og Stefán Jónsson garðyrkjufræðingur á dögunum og grisjuðu í útikennslustofu skólans í Ólafsvík og svæðið þar í kring brotin, dauð og liggjandi tré. Var af nógu að taka og urðu tréin sem þeir tóku eitthvað á fimmta tug en síðar í maí er svo fyrirhugað að gróðursetja áfram á svæðinu.
Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page