

Jólaútvarp 2020
Jólakveðja frá nemendaráði og tækniteymi GSnb - Jólaútvarp 2020


Jólakveðja og nýtt fréttabréf
Síðasta fréttabréf þessa árs er hægt að nálgast á þessum tengli - https://sites.google.com/gsnbskoli.is/jol/home Á morgun er síðasti dagurinn á þessu ári í skólanum. Hátíðin er að ganga í garð og þetta ár er að renna sitt skeið. Við sem störfum í skólanum sendum foreldrum og nemendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum gott samstarf við fordæmalausar aðstæður.


Nýtt fréttabréf
Næsta vika er síðasta kennsluvika á þessu ári, litlu jólin verða föstudaginn 18. desember. Skipulag vegna þess dags er rakið hér að neðan, sumt er ekki að fullu frágengið en foreldrar verða upplýstir um leið og mál skýrast. Við allt skipulag skólastarfs þarf að huga vel að sóttvörnum og reglum sem gilda um skólastarf í grunnskólum á þessum tímum: https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-og-covid-19/#gunnskolar Við skulum njóta þess tíma sem e


2. metra reglan í skólastarfi fyrir 8. – 10. bekk er afnumin sem og grímuskylda
Enn er ekki að fullu ljóst hverjar verða endanlegar breytingar á skólastarfi frá og með morgundeginum í kjölfar nýrra tilslakana á sóttvarnarráðstöfunum frá 10. desember 2020. Það liggur ljóst fyrir að ný breyting er komin inn á vef stjórnarráðsins um að 2. metra reglan í skólastarfi fyrir 8. – 10. bekk er afnumin sem og grímuskylda. Ný tilkynning á síðu stjórnarráðsins um skólastarf: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/08/COVID-19-Tilslakanir