
Sýnum samfélagslega ábyrgð og fylgjum fyrirmælum
Þann 20. mars var áframsend til foreldra beiðni frá Samhæfingarmiðstöð almannavarna, þar sem farið er yfir hvaða reglur gilda fyrir börn á tímum samkomubanns. Mikilvæg regla sem þar kom fram, var að þeir „Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla“. Við viljum biðja foreldra að lesa yfir beiðnina og virða þær reglur sem þar eru settar fram. Enn hefur enginn í Snæfellsbæ smitast. Til þess að við getum hægt á smiti og varið það
Fréttaskot 27.03. 2020
Dagurinn í dag var sá fyrsti með breyttu sniði og gekk hann heilt yfir mjög vel. Við skynjuðum samt þreytu í nemendum nú í vikulok og þeir helginni fegnir. Það eru nokkur atriði sem við viljum koma á framfæri: Frá og með mánudeginum verður Skólabær lokaður. Við höldum áfram að láta þeim nemendum sem eru í mötuneytinu samlokur í té. Það fyrirkomulag kom vel út í dag, nemendum stendur einnig til boða að fá ávexti. Næsta vika er sú síðasta fyrir páska. Sá góði siður hefur verið
Fréttaskot 26.03. 2020
Góðan daginn Starfið í skólanum við þessar kringumstæður gengur mjög vel - allir eru að hjálpast að við að gera sitt besta, finna bestu lausnir hverju sinni. Nemendur standa sig frábærlega og eiga mikið hrós skilið. Þeir fara eftir þeim ströngu reglum sem gilda, eru jákvæðir, skilningsríkir og tillitssamir. Til fyrirmyndar - þetta eru frábærir nemendur sem eigum í Snæfellsbæ. Við erum alltaf að meta starfið og kanna hvað við getum gert betur. Þetta gerum við með öryggi og hag
Fréttaskot 24.03. 2020
Við viljum byrja á því að þakka öllum þeim sem mynda skólasamfélagið okkar fyrir að standa sig jafnvel og þeir eru að gera. Starfsfólki fyrir að vera faglegt, jákvætt og lausnamiðað. Nemendum fyrir að vera virkir, jákvæðir og fara eftir þeim ströngu reglum sem þeir þurfa að hlíta. Foreldrum fyrir að vera jákvæðir og styðjandi. Bæjaryfirvöldum fyrir að vera styðjandi og hvetjandi. Í dag eru liðnir 18 dagar síðan ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi almannavarna í samráði


Samkomubann og börn
Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í huga: Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla. Hafi
Fréttaskot 19.03. 2020
Góðan daginn Þetta er þriðji dagurinn við kennum eftir breyttu skipulagi sem unnið var í kjölfar þess að heilbrigðisráðherra virkjaði heimildir sóttvarnalaga, sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Í dag erum við búin að skipta starfsmannahópnum upp í 16 teymi sem eru með 16 kaffistofur. Tveir til þrír starfsmenn koma að hverjum bekk en fara ekki á milli bekkja né starfstöðva. Er þetta gert til að koma í veg fyrir hugsanlegt krosssmit. Sunnandeildin á
Fréttatilkynning 17.03.
Skólabíll keyrir ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Þeir nemendur í 1.-4. bekk sem búa á Hellissandi og Rifi mæta í skólann á Hellissandi, nemendur í Ólafsvík í 1.-4. bekk eru heima. Þeir nemendur í 5.-10. bekk sem búa í Ólafsvík á mæta í skólanní Ólafsvík, nemendur sem búa á Hellissandi eða Rifi í 4.-10. bekk eru heima. Staðan verður endurskoðuð kl 10:00
Starfsdagur 16. mars
Snæfellsbær hefur ákveðið að mánudaginn 16.mars verði starfsdagur í leik- og grunnskóla til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkun á skólahaldi í leik- og grunnskólum landsins nær til. Starfsdagur þýðir að starfsfólk mætir til vinnu en nemendur grunnskóla mæta ekki í skólann mánudaginn 16. mars. Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast um helgina og á mánudaginn,
COVID-19
Sl. föstudag lýsti ríkislögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum kórónaveiru, COVID-19. Embætti Landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu COVID-19. Þessar leiðbeiningar eru aðgengilegar hér . Í þessum leiðbeiningum er að finna upplýsingar fyrir aldraða, börn og einstaklinga með hjartasjúkdóma/háþrýsting, sykursýki, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og