

Kára studio í Grunnskóla Snæfellsbæjar
Nýverið var tekið í notkun nýtt hljóðver í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Í hljóðverinu verður hægt að taka upp efni í kennslu og þáttagerð, ásamt því að þar mun útvarp GSNB verða sent út í framtíðinni. Það var Kári Rafnsson, húsvörður við skólann, sem klippti á borðann og vígði þannig hljóðverið sem fékk nafnið Kára-studio. Var það vel við hæfi þar sem hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að útbúa hljóðverið, hljóðeinangra og innrétta, til að hægt væri að setja upp þau tæki


Árshátíð GSnb
Á hverju skólaári eru haldnar árshátíðir fyrir nemendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Þar gefst nemendum tækifæri til að vinna að verkefnum sem þjálfa framkomu, samvinnu, framsögn og sköpun sem eru mikilvægir þættir í skólastarfi. Árshátíð 5.-7. bekkjar var haldin fimmtudaginn 20. febrúar í Félagsheimilinu Klifi. Nemendur fluttu leikritið Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason en söngtextar og lög eru eftir Kristjönu Stefánsdóttur en um undirleik á sýningunni sá Evgeny Makeev
Vegna COVID-19 kórónaveirunnar
Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjö


Öskudagsball
Árlegt öskudagsball 1. – 4. bekkjar var haldið í síðustu viku. Kötturinn var sleginn úr tunnunni eins og venja er. 1. og 2. bekkur höfðu eina tunnu en 3. og 4. bekkur höfðu aðra tunnu. Tunnudrottning 1. – 2. b var Embla Eik Rögnvaldsdóttir og í 3. – 4.b. var Friðrika Rún Þorsteinsdóttir. Að þessu loknu var dansað og foreldrafélagið gaf börnunum popp og svala og allir fóru glaðir heim í lok skóladags,