

Um mikilvægi íþróttaiðkunar
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á átta tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna, en rannsóknir hafa sýnt að þátttaka þessara barna er um helmingi minni en barna af heimilum þar sem töluð er íslenska. Bæklingana er bæði hægt að nálgast í rafrænu formi á heimasíðum samtakanna www.isi.is og www.umfi.is en einnig


Öskudagur
Á öskudaginn komu nemendur í 1. – 4. bekk í grímubúningum í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Að venju var kötturinn sleginn úr tunnunni og voru 1. og 2. bekkur með sömu tunnuna og 3. og 4. bekkur slógu í aðra tunnu. Leikar fóru þannig að tunnukóngurinn í 1. – 2. bekk var Kristinn Freyr Daðason og í 3. -4 bekk var Oliver Mar Jóhannsson tunnukóngur. Á eftir var ball og nemendur fengu svala og snakk í boði foreldrafélags skólans.


Vetrarfrí
Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Skóli hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 24. febrúar, að loknu fríi.


Dans
Danskennsla á yngsta stigi er hluti af íþróttakennslu í Grunnskóla Snæfellsbæjar og hefur Vilborg Lilja Stefánsdóttir séð um hana. Engin breyting er á því þetta skólaárið og hafa nemendur undanfarið dansað af lífi og sál með Lilju. Hver bekkur fær fimm kennslustundir og er svo gert ráð fyrir danssýningu sem verður vonandi hægt að hafa þegar nær líður vorinu. Eins og sjá má á myndunum njóta börnin þess að dansa og standa sig vel. Það er engin spurning að þarna leynast dansara


Öðruvísi stærðfræði
Nemendur 5. bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar voru mjög einbeittir í tíma í síðustu viku. Þar vinna þeir í hópum á stöðvum að því að leysa ýmsar þrautir og verkefni; Sphero, Dash, Breakout, Makedo, Minecraft og Strawbees. Verkefnin byggja flest á forritun og rökhugsun og þurfa nemendur að nýta sér ýmsar aðferðir stærðfræðinnar til að leysa verkefnin svo sem hornamælingar, mælieiningar, form og rúmfræði. Auk þessa þurfa þeir að vinna vel saman og vera lausnamiðuð í úrlausnum


100 daga hátíð á Hellissandi
Á fimmtudaginn héldu nemendur og starfsfólk 1. – 4. bekkjar 100 daga hátíð, þ.e. haldið var upp á að nemendur 1. bekkjar hafi verið 100 daga í skólanum. Margt var til gamans gert og var nemendum skipt í fimm hópa þar semblandað var saman árgöngum. Verkefnin voru: að búa til mynd úr 100 perlum, teikna sjálfsmynd, búa til 100 úr kennslupeningum, crossfit æfingar og nemendur teiknuðu skrímsli þar sem teikningin samanstóð af alls 100 hlutum. Að verkefnum loknum fengu nemendur að


Samrómur - Þín rödd skiptir máli!
Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu Samrómur (sjá samromur.is). Verkefnið gengur út á það að tölvur og tæki skilji íslensku. Til að það sé framkvæmanlegt þarf mikinn fjölda upptaka af íslensku tali frá fjölbreyttum hópi. Nemendur lesa upp nokkrar setningar og leggja „sína rödd” af mörkum. Þetta verkefni verður eingöngu unnið í skólanum. Þegar nemendur skrá sig til þátttöku gefa þeir upp kennitölu sína og netfang foreldra. Í framhaldi fá foreldr


Samtalsdagur - föstudaginn 5. febrúar
Samtalsdagurinn verðu rmeð sama sniði og í haust. Við munum nýta okkur tæknina og nota kerfi sem heitir Google Meet. Árskóli fór þessa leið í haust með góðum árangri. Hér eru leiðbeiningar fyrir foreldra https://docs.google.com/document/d/1XqKM0mccCeckgTPw5ifeE7GjIblBMiMO1_ndBZYZ2-Q/edit Samtölin í ár munu fyrst og fremst ganga út á líðan og stöðu nemenda, jafnframt verður hæfnikort nemenda rætt. Sú nýbreytni verður nú í 8. - 10. bekk að nemendur munu hafa meira hlutverk og v